Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 328
320
BÚNAÐARRIT
Fl jólsdalshreppur.
Þar var s>’ningin vel sótt að vanda. Sýndir voru
92 hrútar, 70 fullorðnir og 22 veturgamlir. Þeir fyrr-
nefndu vógu 91,3 kg, en þeir síðarnefndu 77,2 kg að
meðaltali. Hefur því vænleiki hrútanna aukizt nokkuð
síðan á síðustu sýningu og verulega síðan 1937. Þá
vógu fullorðnu hrútarnir 82,2 kg, og ])eir veturgömlu
68,4 kg. Fyrstu verðlaun hlutu nú 20 hrútar fullorðn-
ir og 5 veturgamiir, og vógu þeir fyrrnefndu 99,5 kg,
en þeir síðarnefndu 81,2 kg. ónothæfir voru 11 hrútar
eða 12% af sýndum hrútum. En 1937 hlutu aðeins
5,2% af sýndum hrútum fyrstu verðlaun, en 29% voru
ónothæfir. Fyrstu verðlauna hrútarnir voru yfirleitt
nokkuð jafnir, en fáir báru sérstaklega af, tafla C.
Hrani í Langhúsum frá Benedikti á Hóli bar þó af
þeim öllum. Hann er sérslaklega ræktarleg kind.
Fjrrstu verðlauna hrútarnir á Skriðuklaustri eru prýði-
legar kindur. Fífill er þeirra beztur. Eftir hrútum að
dæma er fé í Fljótsdal jafnbetra en annars staðar á
Héraði. Samt sem áður ætti að vera hægt að kynbæta
það til muna og auka vænleika þess og al'urðir. Fljóts-
dælir hafa víðáttumikinn og góðan afrétt, og svo fram-
arlega sem þeir leggja virkilega alúð við fjárræktina
og fóðra féð vel, ættu þeir að geta komið upp mjög
vænu og afurðamiklu fé.
IIjaltastaSajnnghá.
Þar voru sýndir 28 hrútar fullorðnir og 13 vetur-
gamlir. Að venju voru þeir fremur rýir, en þó nokkru
vænni en 1950 og mun vænni en 1937. Fullorðnu
hrútarnir vógu nú að meðaltali 86,2 kg eða 8,1 kg
meira en 1937. Fyrstu verðlaun hlutu nú 9 hrútar eða
22% af sýndum hrútum, en ónothæfir voru 8. Fantur
Björns á Ásgrímsstöðum frá Holti, har af lirútunum,
enda er hann í senn þungur, vel vaxinn, þéttholda og