Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 330
322
BÚNAÐARRIT
Loðmundarfjörður.
Þar voru sýndir allir hrútar í hreppnum. Þeir voru
fremur léttir. Fullorðnu hrútarnir vógu aðeins 88,5
kg og þeir veturgömlu 71,2 kg að meðaltali. Fífill á
Sævarenda har af þessum hrúlum, en hefur þó aðeins
of aflurdregnar malir. Tveir synir hans hlutu fyrstu
verðlaun. Svanur á Úlfsstöðum frá Álfhóli í Seyðis-
firði er kosta mikill. Sonur hans, Valur, mun taka
föður sinum fram.
Seijðisfjarðarlireppur.
Þar voru sýndir aðeins 10 lirútar. Fjórir þeirra
hlutu fyrstu verðlaun, tafla C. Gulur Jóns á Selstöð-
um bar af þessum hrútum. í honum er Gottorpsblóð.
Sonur hans er mjög álitlegur hrútur. Bjartur á Sels-
stöðuin er miklum kostum húinn, en er hausljótur.
Suður-Múlasýsla.
Þar voru sýndir 540 hrútar, þar af 314 fullorðnir,
er vógu 88,2 kg og 220 veutrgamlir, sem vógu 71,4 kg.
Hefur orðið svipuð þyngdaraukning á hrútum i S.-
Múlasýslu og' í N.-Múlasýslu siðan 1937. Þá vógu fu 11-
orðnu lirútarnir 79, 4 kg, en þeir veturgömlu 04,1 kg
að meðaltali. Fyrstu verðlaun hlutu nú 117 hrútar
eða 21,6%, en ónothæfir voru 111 eða 20,4%. Hlið-
stæðar tölur 1937 voru 4,8% í fyrstu verðlaun og 32%
ónothæfir. Þetta er óneitanlega mikil framför, þótt
enn vanti mikið á, að hrútarnir séu yfirleilt nógu
góðir í Suður-Múlasýslu. Fullorðnu fyrstu verðlauna
hrútarnir vógu nú 96,4 kg, en þeir veturgömlu 76,9
kg, sjá töflu 1. Tafla D sýnir þunga, mál, ætterni og
eigendur þeirra hrúta, er nú hlutu fyrslu verðlaun í
sýslunni.