Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 332
324
BÚNAÐARRIT
inn afburða kind. Allmargir vænir lirútar í Skrið-
dal eru oí' grófbyggðir. Bændur í sveitum, þar scm
landgæði eru ekki mikil, gera yfirleilt ekki rétt í því
að strekkja við að fá sem stærst fé, jafnvel þótt það
geti náð miklum þunga fullorðið. Það er affarasælla
að fá íeð þykkvaxið og þungt heldur en stórt og
lirikalegt, þvi að lömb undan hrikalegum hrútum
verða holdminni en lömb undan þykkvöxnu holda-
hrútunum, sérstaklega ef þau ná ekki miklum þunga,
eins og ol't vill verða í landléttum sveitum.
Vallahreppur.
Þar voru sýndir því nær allir hrútar sveitarinnar,
73 að tölu. Þeir eru að vænleika svipaðir meðaltali
sýslunnar, sjá töflu 1. Síðan 1937 hefur vænleiki
þeirra aukizt til muna. Fullorðnu hrútarnir vógu nú
10,8 kg meira og þeir veturgömlu 11,3 kg meira en
hrútar á sama aldri 1937. Samt eru mjög margir lé-
legir hrútar í hreppnum, og voru nú 19 dæmir ónot-
liæfir. Tóll' hlutu fyrstu verðlaun. Þar af 9 fullorðnir,
sem vógu 99,7, og 3 veturgamlir, sem vógu 77 kg.
Roði Sigfúsar í Vallaneshjáleigu bar af þessum hrút-
um. Baukur og Hringur í Freyshólum eru báðir mjög
vel gerðir. Nokkrir prýðilegir hrútar áttu ætt sina að
rekja að Sauðhaga, sjá töflu D. Spakur gamli á Haf-
ursá hefur verið ágætur, en er farinn að rýrna. Sonur
hans Bjartur cr mjög álitlegur. Bændur i Vallahreppi
þurfa enn að bæta fjárstofn sinn mikið. Það þarf að
eyða úrkasts hrútunum sein fyrst og ala upp aðra betri
í þeirra stað, annað bvort með úrvali heima fyrir
eða með því að kaupa að kynbótahrúta. Eg óttast, að
skyldleikarækt sé of mikil hjá sumum bændum í
hreppnum. Ýmsir hafa kynokað sér við að fá sér
kynbótahrúta lengra að, meðan garnaveikin hefur
herjað stofninn, og um skeið var það útilokað vegna
garnaveikivarnanna.