Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 333
BÚNAÐARRIT
325
Egilsstaðcihreppur.
Þar voru sýndir 11 hrútar. Þeir voru fremur rýrir.
Aðeins einn lilaut fyrstu verðlaun, Spakur Péturs á
Egilsstöðum. Sveinn á Egilsstöðum hefur lengi átt
eitthvert l)ezt ræktaða l'éð á Héraði. Nú voru full-
orðnu hrútarnir hans óheimtir, en tveir lirútar vetur-
gamlir, synir Trumans, voru verrfeðrungar, einkum
höfðu þeir of krappan brjóstkassa. Virðist fé Sveins
vcra að ganga úr sér, líklega fyrir of milda skyld-
leikarækt. Takist Sveini að fá virkilega góðan hrút,
geri ég ráð fyrir, að fjárstofn hans taki aftur mildum
framförum, því að enn liljóta að búa í honum mildir
kostir.
Eiðahreppur.
Þar voru sýndir 44 hrútar, þeir rýrustu í sýslunni,
sjá töflu 1. Samt hafa nokkrar framfarir orðið siðan
1937. Fullorðnu hrútarnir vógu nú 2,4 kg meira og
þeir veturgömlu 6,4 kg meira en þá. Fyrstu verðlaun
hlutu aðeins 4 hrútar, en 17 voru ónothæfir. Beztu
hrútarnir voru þeir Svanur í Gröf, sonur hrúts frá
Hamborg í Fljótsdal og ær á Hjartarstöðum, og Kári
á Hjartarstöðum. Þeir eru báðir prýðisvel gerðir.
Bændur í Eiðaþinghá þurfa nauðsynlega að reyna að
ná betri árangri í fjárrækt sinni en þeir hafa gert
hingað til. Annað hvort er stofn þeirra svo eðlisslæm-
ur, að óbúandi er við hann, eða féð er stórkostlega
vanfóðrað, nema hvorttveggja sc. Það er ótrúlegt, að
haglendi i Eiðaþinghá sé það rnikið verra en annars
staðar á Héraði, að ekki sc hægt að eiga þar sæmilega
vænt fé. Því til sönnunar má nefna ])að, að cinn fjár-
eigandi þar átti síðast liðið haust nokkur lambgimbr-
arlömb, sem lögðu sig með 17 kg falli að meðaltali.
Einnig hefur Davíð á Eiðum oft sýnt það, að unnt er
að fá mjög miklar afurðir af kindum í Eiðaþinghá.
L