Búnaðarrit - 01.01.1954, Side 334
326
BÚNAÐARRIT
Norðfjarðarlireppur.
Þar voru sýndir 23 hrútar fullorðnir, sem vógu 90.3
kg, og 13 veturgamlir, sem vógu 74,4 kg að meðal-
tali. Fullorðnu hrútarnir vógu nú tæpuin 7 kg meira
og þeir veturgömlu 8.4 kg meira en 1950. Það verður
að tcljast mikil þyngdaraukning á aðeins 3 árurn.
Féð i Norðfjarðarhreppi er yfirleitt, eftir hrútun-
um að dæma, grófbyggðara og holdminna en annað
fé á Austfjörðum. Aðeins 5 hrútar hlutu fyrstu
verðlaun, allir fullorðnir. Beztir þeirra voru Prúður,
Bjarna á Skorrastað, og Hörður á Ormsstöðum, báðir
út af fé Árna á Skorrastað. Þeir eru kostamiklir ein-
staklingar og líklegir lil kynbóta. Lítill, Guðjóns í
Skuggahlíð, er lioldgóður og þétlur, en liefur heldur
stutta bringu. Norðfirðingar þurfa að ná sér í lágfætt-
ari, þykkvaxnari og holdmeiri hrúta en þeir eiga nú.
Iielgustaðahreppur.
Þar eru hrútar rýrir. Sýndir voru 22 fullorðnir, sem
vógu 85.0 kg að meðaltali, og 21 veturgamall, sem vógu
65.3 kg. Fullorðnu hrútarnir eru nú 7.4 kg þyngri, og
þeir veturgömlu 2.0 kg þyngri en 1937. Fyrstu verð-
laun hlutu nú 6 lirútar. Karlsskálahrútarnir Dreyri,
Hörður og Lýsingur bera af hrútunum í hreppnum.
Sá síðastnefndi er sérstaklega álitlegur, ekki sízt vegna
þess, að hann er náskyldleikaræktaður, sonur Harðar
og Mjallar, sem er móðir Harðar. Kolur í Litlu-Breiðu-
vík er mjög hnellinn og holdgóður, en Víkingur á
Sellátrum er of grófbyggður, en vænn.
Reijðarf jarðarhreppur.
Þar voru sýndir 19 hrútar, og eru þcir svipaðir að
vænleika og meðalhrútar í sýslunni, en þeir fullorðnu
þó heldur vænni. Fjórir hrútar hlutu fyrstu verðlaun,
1 fullorðinn og 3 veturgamlir. Lágfótur á Sléttu, sá
sami og var á sýningu 1950 í Nesi í Loðmundarfirði,
j