Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 335
BÚNAÐARRIT
327
bar af þessum hrútum. Vísast til umsagnar um hann
í Búnaðarritinu 65. árg. 1951. Hann virðist ætla að
endast ágætlega. Engin rýrð er komin í hann 7 vetra.
Það þyrfti að nota Lágfót meira til kynbóta en gert
hefur verið. Busi sonur hans, er sérstaklega þéttvaxinn
og holdgóður. Svanur, Elíasar Árnasonar, er mun
meiri kind en Busi og einnig vel gerður.
Fáskrúðsfjarðarlireppur.
Þar voru sýndir margir hrútar, en of fáir bændur
mættu á sýningunum. Hrútarnir voru fremur rýrir,
40 fullorðnir vógu 85,2 lcg, en 32 veturgamlir vógu
69.2 kg að meðaltali. Siðan 1937 hefur meðalþungi
hrútanna aukizt um rúm 5 kg. Ónothæfir voru 17,
en fyrstu verðlaun hlutu 6 hrútar. Sómi Jóns í Hafra-
nesi bar af þeim. Hann er nú 8 vetra og heldur sér
ágætlega. Á sýningu 1950 bar hann einnig af hrútun-
um i hreppnum. Hann hefur reynzt vel til undaneldis.
Sonur hans í Hafranesi, Dóri, er metfé. Hann líkist
föður sínum mjög, en er þó enn þéttvaxnari og þyklt-
vaxnari enda lágfættari. Nokkrir fleiri synir Sóma
stóðu nærri l'yrstu verðlaunum. Snabbi í Vík frá Hóli
í Breiðdal er góður, en þó fremur grófbyggður. Hann
hefur reynzt vel, t. d. hlutu 2 synir hans í Breiðdal
fyrstu verðlaun.
Stöðvarhreppur.
Þar var sýningin óvenju vel sótt. Sýndir voru 32
hrútar, og er það meira en áður hefur verið sýnt þar.
Veturgömlu hrútarnir voru sæmilega vænir, en þeir
fullorðnu léttir að meðaltali, sjá töflu 1. Fyrstu verð-
laun hlutu 7 hrútar. Ketill Sverris í Bræðraborg bar
af þeim öllum. Hann er prýðilega vel vaxinn og hold-
góður. Bróðir lians, Prúður á Löndum, er einnig ágæt-
ur, en léttari. Hann hlaut fyrstu verðlaun 1950, þá i
Sætúni. Faðir þessara hrúta, Prúður í Stöð, fékk nú