Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 336
328
BÚNAÐARRIT
l'yrstu verðlaun 7 vetra gamall, en náði því ekki á
síðustu sýningu. Enda er hann sem einstaklingur tæp-
iega fyrstu verðlauna verður, en synir hans voru góð
meðmæli með honum. Sonur Ketils, Þorri í Sunnuhlíð,
hlaut einnig fyrstu verðlaun. Hann er prýðilega vel
gerður, en varla nógu þroskamikill enn sem komið er.
Breiðdalshreppur.
Þar var sýningin betur sótt en oft að undanförnu
og sýndur 71 lirútur. Þeir voru heldur þyngri en meðal-
tal sýslunnar, sjá töflu 1. Fullorðnu hrútarnir voru
nú 11.7 ltg þyngri og þeir veturgömlu 10.2 kg þyngri
en 1937. Fyrstu verðlaun hlutu nú 18 hrútar fullorðn-
ir, er vógu 95,6, og 5 veturgamlir, er vógu 79.2 kg að
meðaltali. Ónothæfir voru 9. Fífill á Gilsá frá Orms-
stöðum var jafnbeztur. Hann er í senn vænn, hold-
mikill og með mikinn, ágætlega lagaðan brjóstkassa.
Næstur honum stóð Smári á Reynistað, prýðilega
vel gerður einstaklingur, þar næst Spakur á Þor-
grímsstöðum 2 vetra, nökkvi þungur, framúrskarandi
útlögumikill og yfirleitt vel gerður. Fjórði í röðinni
var Lágfótur á Gilsárstekk, mikil holdakind. Fimmti
var Leiri á Ásunnarstöðum. Þar á eftir í röðinni komu
þeir Fífill og Spakur á Hóli, synir Snabba, sem nú er
í Vík i Fáskrúðsfirði, báðir kostamiklir einstaklingar.
Af veturgöndu hrútunum bar Goði á Gilsá af. Hann
var mjög þroskamikill, en hafði þó varla nógu breitt
og holdmikið bak. Breiðdælingar hafa nú stofnað
fjárræktarfélag og hófu starfsemina með því að kaupa
til kynbóta bílfarm af lömbum úr fjárræktarfélaginu
Þistli. Verður lærdómsríkt að fvlgjast með því,
hvernig þær kindur reynast i Breiðdal.
Beruneshreppur.
Þar var sýning vel sótt og hrútar svipaðir að væn-
leika og í Breiðdal. Af 37 hrútum sýndum hlutu 9