Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 337
BÚNAÐARRIT
329
fyrstu verðlaun, en 6 cngin verðlaun. Jafnbeztir voru
að vanda hrútarnir í Berufirði. Þrír þeirra, Gosi,
Blakkur og Svanur, hlutu allir fyrstu verðlaun eins
og 1950. Blakkur er þeirra beztur. Vörður i Krossgerði
l'rá Eyjum í Breiðdal er ágætlega gerður og mikil
holdakind. Hamar í Berunesi frá Hamri í Geithellna-
hreppi er vænn og þykkur fram, en hefur varla nógu
mikla vöðva á lærum.
Geithellnahreppur.
Þar var sýningin ágætlega sótt. Sýndir voru allir
lirútar, sem heimtir voru. Hrútar í þessum hreppi eru
yfirleitt prýðilega vænir, þótt þeir fullorðnu séu um
4 líg léttari að meðaltali en í Skriðdal. Síðan 1937 hef-
ur meðalþungi hrúta í hreppnum vaxið sem næst 10
kg að meðaltali, aðeins minna á þeim fullorðnu, en
meira á þeim veturgömlu. Af 57 hrútum sýndum hlutu
27 fyrstu verðlaun, 20 fullorðnir, sem vógu 96,0 kg,
og 7 veturgamlir, sem vógu 80,0 kg. Margir af þessum
hrútuin eru framúrskarandi vel gerðir. Prúður Einars
á Geithellum bar af þeim öllum eins og á sýningunni
1950. Næstir honum stóðu sonur hans, Fífill, afburða
einstaklingur, Hörður á Hamri, sem er metfé, og
Hnífill í Melrakkanesi, sem er framúrskarandi hold-
mikill og ræktarlegur. Hnífill Þorfinns á Geithellum
og Svanur á Hamri eru báðir miklar vænleika og þols
kindur, en grófbyggðari en æskilegt er.
í Geithellnahreppi er jafnbetur rætað fé en i nokkr-
um öðrum hreppi í Múlasýslum. Eftir hrútum að
dæma, er l'éð sérstaklega þolið, þykkvaxið og holdmilt-
ið. Meðal brjóstummál fullorðnu fyrstu verðlauna
hrútanna er 112.1 cm, bakbreiddin 25 cm og fótlegg-
urinn 131.6 mm. Þetta eru óvcnjulega góð mál á
jafnmörgum hrútum i einni sveit. Það er samt sem
áður galli á mörgum þessum hrútum, að þeir hafa
fremur grófa, gisna og í sumum tilfellum of gula ull.