Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 338
330
B Ú NAÐARRIT
Að visu mun fé með þessu ullarfari þola vel beit og
úligang í úrkomusömum sveitum eins og á Suðaustur-
landi. Þrátt fyrir það, að féð er vel rælctað, eru dilkar í
Geithellnahreppi ekki nógu þungir. Bændur þar draga í
efa, að fé þeirra sé nógu mjólkurlagið. Það gctur rétt
verið, en hitt er lildegra, að þar sé fé eins og yfirleitt
annars staðar á Austurlandi of sparlega fóðrað til
þess að geta gefið fullar afurðir. Það er brýn nauðsyn
að ganga úr skugga um, hvort svo er, með því að
fóðra austfirzkt fé eins vel og eins langt fram á vor,
eins og venja er að gera í þeim sveitum, þar sem fé
gefur mestar afurðir og rannsaka, hvort það eykur
ekki afurðirnar lil muna.
Austur-Skaftafellssýsla.
Þar voru ágætlega sóttar sýningar nema í Nesjum,
enda eru Austur-Skaftfellingar nijög áhugasamir fjár-
ræktarmenn. Alls voru sýndir 233 hrútar, 143 full-
orðnir, sem vógu að meðaltali 89.0 kg, og 90 vetur-
gamlir, sem vógu 71.0 kg að meðaltali. Mjög mikil
framför hefur orðið á hrútum í sýslunni síðustu 16
árin bæði að vænleika, vaxtarlagi og holdafari. Síðan
1937 hefur meðalþungi íullorðnu hrútanna vaxið um
13.2 kg og þeirra veturgömlu 10.3 kg. Haustið 1937
fengu aðeins 2 hrútar eða 1% af sýndum hrútum
fyrstu verðlaun. Ónothæfir voru þá 58 hrútar eða um
30%. Nú voru aðeins 9% af sýndum hrútum ónothæf-
ir, en 47.6% hlutu fyrstu verðlaun. Þetta eru meiri
breytingar til batnaðar á gerð hrúta en í nokkurri
annarri sýslu á Iandinu. Má fyrst og fremst þakka
það starfi fjárræktarfélaganna, sam hafa nú um all-
langt skeið verið starfrækt í öllum hreppum sýslunn-
ar, nema í Bæjarhreppi, en þar hafa fjárræktarbúin
á Stafafelli og Brekku starfað í rúm 20 ár. Tafla E
sýnir þunga, mál, ætt og eigendur fyrstu verðlauna
lirúta í sýslunni.