Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 339
BÚNAÐARRIT
331
Bæjarhreppur.
Þar var sýningin allvel sótt. Sýndir voru 30 hrútar
fullorðnir, er vógu 87.7 kg, og 17 veturgamlir, er vógu
75.0 kg að meðaltali. Fullorðnu hrútarnir vógu nú
11.3 kg meira og þeir veturgömlu 14.1 kg meira en
1937. Fyrstu verðlaun hlutu 16 hrútar fullorðnir og
8 hrútar veturgamlir. Af fyrstu verðlauna hrútunum
er helzt að nefna Kamb á Stafafelli frá Kambsseli í
Geithellnahreppi. Hann er lágfættur, þylckvaxinn og
holdmikill. Roði í Svínhólum stóð næstur honum,
ágætur einstaklingur, sem gefur Kamb lítið eftir, en
hefur tilkomuminni haus. Þriðji var Starri á Brekku,
sömuleiðis prýðiseinstaklingur. Næstur þeim komu,
en þó heldur lakari, Gillir á Stafafelli, Freyr á Brekku
og Sómi í Svinhólum. Gylfi hlaut fyrstu verðlaun 1949,
sonur Kúts I. Bjarna Guðmundssonar á Höfn, og hef-
ur reynzt góður ættíaðir. Voru nú sýndir nokkrir syn-
ir hans, og af þeim hlutu 3 fyrstu verðlaun. Fyrstu
verðlauna lirútarnir veturgömlu voru yfirleitt álitlegir.
Stcðji í Hlíð er þeirra beztur, en Tjarni á Brekku er
þeirra vænstur og einnig prýðilega gerður. Eftir hrút-
um að dæma virðist fé í Lóni miklum kostum búið og
ber nú glögg einkenni ræktunar. Það má að verulegu
leyti þalcka starfsemi fjárræktarbúanna, en þau og
önnur fjárbú í Lóni hafa notið góðs af hrútakaupum
úr Geithellnahreppi.
Nesjahreppur.
Þar var sýning illa sótt. Sýndir voru 35 hrútar, 21
fullorðinn og 14 veturgamlir. Þeir voru aðeins léttari
en sýslumcðaltalið. Fyrstu verðlaun hlutu 14 hrút-
ar. Brúsi á Stapa, sonur Kúts I. Bjarna Guðmunds-
sonar á Höfn, bar af þeim öllum. Iiann vó 108 kg og
liafði 117 cm brjóstummál, tafla E. Brúsi er ef lil
vill of stór kind fyrir þetta byggðarlag. Spakur, son-
ur Nubbs Bjarna Guðmundssonar, er einnig óvenju