Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 340
332
BÚNAÐAHRIT
þykkvaxinn og vel gerður hrútur. Næstir þeim stóðu
Grani á Borgum, Þokki í Árnanesi og Öxull í Bjarn-
arnesi, allir prýðilega vel gerðir. Skrúður í Árnanesi var
beztur af veturgömlu hrútunum. Fjárræktarfélags-
hrútarnir 3 eru allir góðir, en Losti er þó varla nógu
framþykkur og sækir það í föður sinn, Eini í Viðborðs-
seli. Síðan 1949 hafa hrútar í Nesjum tekið miklum
l'ramförum, þá hlutu þar aðeins 4 hrútar fyrstu verð-
laun.
Hafnarhreppur.
Sýndir voru 19 hrútar. Sjö þeirra hlutu fyrstu verð-
laun, þeir voru allir vel gerðir og undarlega jafnir,
sjá töflu E. Auli Bjarna Guðmundssonar, frá Tjörn,
sonur Kúts LII, er hlaut fyrstu verðlaun fyrir af-
kvæmi 1951, var þó jafnbeztur af þessum hrútum.
Eins og í öðrum hreppum sýslunnar sýnir það sig, hve
kostir þeirra hrúta, sem hlotið hafa bezta viðurkenn-
ingu ó undanförnum sýningum, erfast ríkulega, því að
fyrstu verðlauna hrútarnir eru fleslir synir hrúta,
sem hlotið hafa góða dóma.
Mýrahreppur.
Þar var sýningin ágætlega sótt og lirútarnir vænni
en í nokkrum öðrum hreppi sýslunnar. Sýndir voru
28 hrútar fullorðnir, sem vógu 95.5 kg, og 10 vetur-
gamlir, sem vógu 73,9 kg að meðaltali. FuIIorðnu hrút-
arnir eru nú 19.6 kg þyngri og þeir veturgömlu 9.6
kg þyngri en 1937. Sýnir þetta glæsilegan árangur
af ræktunarstarfinu á ])essu tímabili. Fyrstu verðlaun
hlutu 22 hrútar eða 58% af sýndum hrútum. Sjö
hrútar voru sýndir með afkvæmum sínum, og vísast
til umsagnar um þá í grein um afkvæmasýningar hér
í ritinu. Narfi á Tjörn var tvímælalaust bczti einstakl-
ingurinn á sýningunni. í honum sameinast framúr-
skarandi vaxtarlag, mikil hold og glæsileiki í hvívetna.