Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 344
BÚNAÐARRIT
3ííö
en engin vissa er fyrir því. Verði ráðist í hrútakaup,
þarf vel að vanda valið lil þess að eyðileggja ekki það,
sem á hel'ur unnizt, og blanda þarf stofninn sjálfan
með mikilli varúð, til þess að hægt sé að hverfa frá
íblönduninni, ef hún reynist ekki til bóta, áður en
það er um seinan.
Borgarhafnarhreppur.
Þár var sýning ágætlega sótt, en hrútar nokkru
léttari en meðaltal fyrir sýsluna, tafla 1. Fyrstu verð-
laun hlutu 25 hrútar eða 45.5% af sýndum hrútum.
Nokkrir þeirra voru tæpir í fyrstu verðlaun. Beztu
lirútarnir voru Bjartur á Hala, Blær á Vagnsstöðum,
Hroði og Eitill á Smyrlabjörgum og Svíni eign fjár-
ræktarfélagsins. Hörður á Kálfafelli bar af vetur-
gömlu hrútunum. Enginn afkvæmasýning var hald-
in i hreppnum, vegna þess að bændur voru bundnir
í kaupstaðarferð. Það er illt, að svo skyldi takast til,
vegna þess að afkvæmasýningar hafa margfalt nieira
gildi heldur en venjulegar hrútasýningar.
IJofshreppur.
Sýning þar var ágætlega sótt og hrútarnir góðir,
einkum þeir fullorðnu. Þeir vógu nú tæpum 20 kg
meira en 1937 og veturgömlu hrútarnir rúmum 10
kg meira. Nú hlutu 19 hrútar fyrstu verðlaun af 39
sýndum, 15 fullorðnir, sem vógu 93.6 kg, og 4 vetur-
gamlir, sem vógu 77.8 kg að meðaltali. Beztu full-
orðnu hrútarnir voru Ýmir og Glæsir á Kvískcrjum,
Svipur í Svinafelli og Prúður á Hofi. En af vetur-
gömlu hrútunum voru þeir Njörður í Malarási og
Prúður á Kvískerjum beztir. Hrútar í Öræfum eru
svo vænir og vel gerðir, að það ætti ekki að standa
í vegi fyrir því, að þar mætti framlciða væna dilka.
En þótt meðalþungi dilka í Öræfum hafi vaxið mikið,
síðan farið var að leggja alúð við ræktun fjárins, eru