Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 345
BUNAÐARIUT
337
þeir, eins og annars staðar í Austur-Skaftafellssýslu,
of léttir. Nú síðustu árin hefur meöalfallþungi dilka
í Öræfum verið um 12.8 kg. Þegar litið er á aðstæður
og hagþrengsli verður að telja þetta viðunandi iniðað
við suma aðra staði, þar sem haglendi er meira og
betra, eins og t. d. víða á Héraði, en dilkar á Reyðar-
firði hafa undanfarin ár haft aðeins um 0.5 kg þyngra
fall, og sums staðar á Austfjörðum, t. d. Fáskrúðs-
firði liafa dilkar verið mun léttari en í Öræfum.
Austur-Skaftfellingar hafa sýnt það í verki, betur
cn margir aðrir bændur landsins, að liægt er að
auka mjög fallþunga dilkanna með réttu úrvali og
ræktun fjárstol'nsins. Það eru næstum 20 ár siðan
fluttur hefur verið hrútur úr fjarlægð inn í sýsluna til
kynbóta, en stöðugt hafa hrútarnir verið að batna,
vegna þess að bændur þar hafa haft fullan skilning
á því, að það slæði ekki á sama, hvaða hrútskussar
notaðir væru handa ánum, heldur kapjikostað að læra
að þekkja þau einkcnni, sem kynbótafé þarf að hafa,
og velja hrútana og annað áselningsfé eftir þeim regl-
uin. Árangurinn hefur smám saman sýnt sig á þann
liátt, að meðalfallþungi dilkanna hefur stöðugt farið
vaxandi síðustu þrjá áratugina, og nernur sú aukning
um 1 kg á áratug, sjá grein eftir Bjarna Guðmundsson
í Búnaðarritinu 63. árg. Eðlilega hal'a þó orðið á þessu
nokkrar sveiflur eftir árferði. Fóðrun sauðfjár í sýsl-
unni hefur að vísu batnað nokkuð á jiessu tímabili,
en samt hefur ekki orðið bylting í því efni, því að
Austur-Skaftfellingar hafa enn ekki aukið túnrækt
sína og heyöflun mjög mikið.
Kjósarsýsla.
Þar voru sýndir 101 hrútur. Þeir voru allir vetur-
gamlir, ættaðir af Vestfjörðum. í Kjósar- og Kjalar-
neshreppi eru þeir ættaðir úr Reykjarfjarðar-, Ögur-
22