Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 370
362
BÚNAÐARRIT
Gullbringusýsla hefur aldrei verið talinn hentug til
sauöfjárrœktar, enda hefur fé þar yfirleitt verið lé-
legt og afurðarýrt. Fjáreigendur í sýslunni munu aldrei
hafa átt jafnvæn lömb eins og síðastliðið haust, enda
þótt þau væru öll undan lambgimbrum. Líklegt er, að
hinn nýi fjárstofn hafi meiri afurðagetu en féð, sem
fellt var við fjárskiptin, enda hafði það ekki verið rækt-
að til afurða, heldur reynt að fleyta því með sem allra
minnstum fóðurkostnaði. Shk fjárrækt er lítt arð-
berandi og engum til sóma. Því hefur jafnan verið
lialdið fram, að sauðlönd væru mjög létt á Reykjanes-
skaga og því ókleift að eiga þar vænt og afurðamikið
fé. Þessi eins árs reynsla með hinn nýja fjárstofn af-
sannar þetta.
Bæði lömb og veturgamallt fé í Gullbringusýslu
var í haust svipað að vænleika og í mörgum landkosta
sveitum. Það mun fyrst og fremst vera því að þakka,
að féð var vel fóðrað síðastliðinn vetur, en ekki treyst
eingöngu á fjörubeitina og sinuna. Af þessu dæmi ættu
ekki einungis fjárbændur i Gullbringusýslu að læra,
heldur allir fjáreigendur, hvar sem cr á landinu, sem
enn lifa i þeirri trú, að hvergi sé hægt að fá vænt fé,
nema í einliverjum sérstökum landgæðahéruðum.
Vetrar- og vorfóðrið á miklu meiri þátt í vænleika
fjárins heldur en landkostirnir einir saman, en oft
kostar meira fóður að fá féð vænt í landléttum
sveitum heldur en þar, sem landkostir eru miklir.
Ég dreg i efa, að minni landkostir séu á Reykjanesi
fyrir hæfilega tölu fjár, en víða annars staðar á land-
inu, og vel gæti ég trúað því, að ef bændur á Reykja-
nesi eyddu jafnmiklu fóðri í fé sitt, eins og t. d.
bændur í Eyjafirði og gæfu því eins lengi fram eftir
vorinu, þá fengju þeir vænni dilka. Það er enginn bú-
skapur að krefjast þess, að skepnur skili afurðum án
einhvers tilkostnaðar. Hitt er annað mál, að afurðirn-
ar þurfa að vera meiri en tilkostnaðurinn, og venju-