Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 372
364
BÚNAÐARRIT
og Hvítár er stofninn úr Þingeyjarsýsluin milli Skjálf-
andafljóts og Jökulsár á Fjöllum, ættaður úr Norður-
Þingeyjarsýslu austan Jökulsár.
Selvogshreppur.
Sýndir voru þar 32 hrútar, sem vógu 76,3 kg að
meðaltali. Aðeins 2 þeirra hlutu fyrstu verðlaun, en
10 voru dæmdir ónothæfir. Spakur i Guðnabæ bar af
jiessuin hrútum. Hann haí'ði úgæta frambyggingu,
vöxturinn sívalur, holdin mikil og þétt og ullin góð.
Hrútar þessir voru mjög sundurleitir. Margir þeirra
voru óhæfilega háfættir, bakmjóir og holdþunnir.
Nokkrir annarra verðlauna hrútarnir voru að mörgu
leyti vel gerðir, en vantaði samræmi í byggingu og
lioldafar til þess að geta hlotið fyrstu verðlaun.
ölfushreppur.
Þar voru sýndir 90 hrútar, sem vógu 76,9 kg að
meðaltali. Al’ þeim hlutu 15 fyrstu verðlaun, en 17
voru ónothæfir. Þeir fyrrnefndu vógu 81,5 kg, en þeir
síðarnefndu aðeins 73,5 kg. Bezli hrúturinn var ön-
undur Brynjólfs í Árbæ, frá Sturlu í Breiðadal í Ön-
undarfirði. Hann er ínjög fögur kind, jafnvaxinn, hold-
góður og ullarprúður. Reykjavíkurhrútarnir Gulltopp-
ur frá Kvígindisdal og Glæsir l'rá Kvígindisfirði eru
báðir ágætir, einnig Frosti í Kirkjuferju, sjá töflu I.
Alltof margir hrútar í ölfusi voru tilfinnanlega of há-
fættir, grófbyggðir og gisholda, einkum voru lærvöðv-
ar þeirra margra of þunnir. Eins og í Selvogi voru
þeir mjög sundurleitir og margir óræktarlegir, en
sumir ágætlega þolslegir.
Grafningshreppur.
Þar voru sýndir 40 hrútar, þeir næst léttustu í sýsl-
unni. Þeir vógu að meðaltali aðeins 71,9 kg, sjá töflu
1. Fyrstu verðlaun hlutu 3 hrútar, og vógu þeir 78.7