Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 374
366
BÚNAÐARRIT
til kynbóta það lágfættasta og holdþéttasta af þessu
fé, þá ættu þeir að geta ræktað upp kostamikinn fjár-
stofn á skömmum tíma.
Laugardalshreppur.
Sýndir voru 64 hrútar í hreppnum, sem vógu 74,7
kg að meðaltali. Fyrstu verðlaun hlutu 11 hrútar og
jafnmargir voru ónothæfir, sjá töflu 1. Þótt hrútar í
Laugardal væru keyptir í fyrra af sama svæði og hrút-
ar í Grímsnesi og skipt jafnt milli sveitanna, þá vantar
nokkuð á, að þeir fyrrnefndu jafnist á við þá síðar-
nefndu. Laugardalshrútarnir virðast hafa lausari bygg
ingu, og eru ekki eins vænir. Samt eru nokkrir mjög
álitlegir einstaklingar meðal fyrstu verðlauna hrúta í
Laugardal. Má í því samhandi nefna Koll Guðmundar
Helgasonar, Efra-Apavatni, frá Ljósavatni, Nýp og
Grana í Miðdal frá Nýpá og Granastöðum, Eisenhower
í Austurey frá Staðarholti, og Koll á Snorrastöðum
frá Garðsvík á Svalbarðsströnd.
Biskupstungnahreppur.
Þar voru sýndir 127 hrútar, sem vógu að meðaltali
77,7 kg eða 0,5 kg minna en sýslumeðaltalið. Fyrstu
verðlaun hlutu 33, og vógu þeir 82,5 kg að meðaltali.
Ónothæfir voru 15. Af fyrstu verðlauna hrútunum
voru 14 af vestfirzkum stofni. Sá bezti þeirra var
Ljómi í Kjarnholtum frá Mýri í Bárðardal og Þing-
eyingur á Kjaransstöðum. Þessir hrútar voru báðir
mjög þéttholda, lágfættir og samsvara sér vel. Margir
hinna hrútanna af vestfirzka stofninum eru álitlegir,
en skortir þó allmikið á að vera lýtalausir á vöxt, þótt
þeir hefðu svo mikla kosti, að þeir fengju fyrstu
verðlaun. Af þeim 19 hrútum af þingeyskum stofni,
sem hlutu fyrstu verðlaun, voru beztir: Iíálfur í
Ásakoti frá Kálfhorgará, sem er framúrskarandi vel
vaxinn, þungur, lágfættur og holdmikill; Jarl Sveins í