Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 375
BÚNAÐAHRTT
367
Bræðralungu frá Jarlsstöðum í Bárðardal og Öngull
Skúla í Bræðratungu frá Sigurðarstöðum, sem báðir
voru ágætlega vænir, holdmiklir og vel gerðir yfir-
leitt. Margir l'ieiri hrútar af þingeyskum stofni voru
ágætum koslum búnir, þótt þeir verði ekki taldir upp
hér. Biskupstungnamenn, einir Sunnlendinga, eiga
Jiess kost að gera samanburð á þessum stofnum og
blanda þeim saman. Óráðlegt er, að óreyndu máli,
að blanda þessum stofnum saman skipulagslaust.
Kollóttu og hyrndu fé á yfirleitt ekki að blanda sam-
an til ásetnings. Ai'tur á móti er freistandi að reyna
að kynbæta hyrnt fé af vestfirzkum stofni með í-
blöndun við þingeyska stofninn. Á meðan verið er að
fjölga fénu svo ört, að því nær allar gimbrar eru sett-
ar á, er ráðlegast að halda stofnunum sem mest að-
greindum, en er stundir líða fram, er sjálfsagt að
reyna krossvíxlun á stofnunum til framleiðslu slátur-
dilka, þ. e. láta vestfirzkar ær fá við þingeyskum
hrútum og þingeyskar ær við vestfirzkum. Liklegt er,
að það verði til þess að auka afurðirnar.
Fjárræktarfélag Biskupstungna hefur ærið verk-
efni að leita að því bezta í báðum stofnunum og festa
það í kyni jafnframt því að gera hlutlausan saman-
burð á afurðagetu þessara tveggja ólíku stofna. En
því aðeins er mark takandi á slíkum samanburði, að
féð sé svo vel fóðrað, að eðliskostir þess fái fyllilega
að njóta sin.
Hrunamannahrcppur.
Þar voru sýndir 173 hrútar veturgamlir, sem vógu
að meðaltali 82,8 kg, eða 4,4 kg meira en sýslumeðal-
talið, og voru þeir þyngstu hrútarnir í sýslunni. Fyrstu
vcrðlaun hlutu 56, og vógu þeir 85.6 kg að meðaltali.
Ónothæfir voru 13, og vógu þeir að meðaltali 79,5 kg.
Þetta er óvenjulega milcill vænleiki á ónothæfum
hrútum, enda var einkenni á hrútum í Hrunamanna-