Búnaðarrit - 01.01.1954, Side 378
370
BÚNAÐARRIT
framan. Sex hrútar ættaðir frá Halldóri í Garði hlutu
fyrstu verðlaun, sjá töflu I, og 4 þeirra voru í hópi
beztu hrútanna í hreppnuin, þeir Kjammi í Ási, Garð-
ur í Dalbæ, Kjammi í Unnarholtskoti og Garður í Ása-
túni, allir ágætlega vænir, vel byggðir og Iíklegir til
þess að gefa söfnunarfé.
Hrunamenn hafa fengið fjárstofn, sem er vænn
og líklegur til afurðagjafar, en mikið starf hiður þeirra
að kynbæta þennan stofn, einkuin með lillili til jafn-
ara og betra vaxtarlags og þéttari hohla, en ekki þurfa
]>eir að leggja kapp á að auka þunga fjárins á fæti
frá því, sem nú er.
Gnápverjalireppur.
Sýndir voru þar 153 hrútar, sem vógu að meðal-
tali 81.4 kg eða aðeins 1.4 kg minna en hrútar Hruna-
manna. Fyrstu verðlaun hlutu 66 lirútar, sem vógu
85.0 kg til jafnaðar, en 12 voru taldir ónothæíir. Hrút-
ar í Gnúpverjahreppi eru allir ættaðir úr Kelduhverfi,
og bera því margar hin sterku ræktunareinkenni Holts-
fjárins í Þistilfirði, sjá hls. 307. Þeir eru sérstaklega
ræktarlegir, þéttvaxnir, Iágfættir, framúrskarandi
holdgóðir, og bera einkum af hrútum annars staðar
í sýslunni vegna ágætrar holdfyllingar í lærum, á möl-
um og baki. Brjóstkassi þeirra er líka prýðilega vel
hvelfdur og sver, en bringan á þeim sumum er í styttra
lagi, og bolurinn einnig.
Margir fyrstu verðlauna hrútarnir eru í senn met-
fé að vænleika og allri gerð. Þeir allra heztu voru:
Auðbergur í Þrándarholti frá Auðhjargarstöðum, Blær
á sama bæ frá Hóli, Litli i Skaftliolti frá Tóvegg, Gulur
á Minna-Núpi frá Hóli, Blakkur í Þrándarholti frá
Hóli, Kolur í Vestra-Geldingaholti frá Garði. Annar i
Hólkoti frá Laufási, Óskar á Stóra-Hofi frá Tóvegg,
Bekkur á Hæli frá Hóli, Stóri í Skaftholti frá Tóvegg
og Nökkvi í Lækjarbrekku frá Undirvegg. Hér er alls