Búnaðarrit - 01.01.1954, Síða 379
BÚNAÐARRIT
371
ekki rúm til þess að lýsa þessum hrúlum, hverjum
fyrir sig. Það var áberandi, hve margir atgervis hrút-
ar komu frá sumum bæjum í Kelduhverfi. Fyi’stu
verðlaun hlutu t. d. 15 hrútar frá Hóli, 8 frá Fjöllum,
C frá Tóvegg, 5 frá Garði og 5 frá Víkingavatni. Það
er augljóst, að Gnúpverjar hafa fengið ágætan fjár-
stofn, eftir því sem hægt er að dæma hann af útliti.
Viðfangsefni Gnúpverja á næstu áruin verður að
finna afurðamestu og frjósömustu einstaklingana,
því að þeir þurfa minna að liugsa um að bæta vaxtar-
lag fjárins en flestir aðrir. Hins vegar þurfa þeir,
eigi siður en aðrir, að haga svo fóðrun, að hver ein-
staklingur fái tækifæri til þess að sýna, hvað í honum
býr.
Skeiðalireppur.
Sýndir voru 48 hrútar, sem vógu að meðaltali 74,1
kg. Fyrstu verðlaun hlutu 8 hrútar, sem vógu 81,4 kg
að meðaltali, cn 14 voru taldir ónothæfir, og vógu þeir
til jafnaðar aðeins 68,1 kg. Hrútar á Skeiðum eru
flestir ættaðir úr Reykjahverfi og af Tjörnesi. Þeir
sem sýndir voru, voru mjög misjafnir að gerð og væn-
leika. Þó voru tiltölulega nokkuð margir þeirra sæmi-
lega vel gerðir, en varla nógu vænir. Bezti hrúturinn
á Skeiðum var Dóri á Alfsstöðum frá Halldórsstöð-
um í Laxárdal, framúrskarandi vænn, útlögumikill,
bakbreiður, holdmikill og lágfættur. Næst bezti hrút-
urinn var Máni í Útverkum frá Máná á Tjörnesi,
prýðilega gerður, en ekki að sama skapi þungur. Sá
þriðji bezti var Reykur í Vorsabæ frá Litlu-Reykjum,
en fjórði bezti var Surtur í Fjalli frá Ketilsstöðum á
Tjörnesi. Það er nú vaknaður mikill áhugi hjá Skeiða-
mönnum fyrir fjárrækt. Þar er verið að stofna fjár-
ræktarfélag, og s.l. haust keyptu Skeiðamenn 36 lamb-
lirúta lil kynbóla, aðallega úr Kelduhverfi og Mývatns-
sveit. Má vænta góðs af þessu í framtíðinni.
24