Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 381
B Ú N A Ð A R R I T
373
Stokkseyrarhreppur.
Þar voru sýndir 18 hrútar, sem vógu 78,8 kg að
meðaltali. Fimm þeirra hlutu í'yrstu verðlaun, og
vógu þeir að meðaltali 85,4 kg. Gulur á Syðra-Seli frá
Torfa á Halldórsstöðum í Laxárdal bar af þeim. Hann
er jötunn vænn, vó 94 kg, og framúrskarandi holdgóð-
ur og lágfættur. Næstur honum stóð Spalcur í Móhús-
um frá Kvígindisdal einnig ágætlega vænn og vel
gerður. Gautur í Bræðratungu frá Vallholti er einnig
prýðileg kind.
Gaulverjabæjarhreppur.
Þar voru sýndir 38 hrútar, sem vógu 77,6 kg að
meðaltali. Fyrstu verðlaun hlutu 5, og vógu þeir 86,4
kg, en ónothæfir voru 10. Beztur var Hvítur á Ragn-
heiðarstöðum mjög lágfættur, jafnvaxinn og þungur
hrútur. Næstur honum stóð Dorri á Haugi frá Foss-
hóli, einnig prýðilegur hrútur. Hrútar í hreppnum
benda til þess, að þangað hafi komið kostamikill fjár-
stofn, en eins og annars staðar þarf auðvitað að leita
að kostamestu einstaklingunum með al'urðarannsókn-
um.
Villingaholtshreppur.
Þar voru sýndir 53 hrútar, er vógu 78,2 kg að
meðaltali. Fyrstu verðlaun hlutu 14, og vógu þeir 84.8
kg lil jafnaðar, en ónothæfir voru 9 hrútar. Þótt
hrútar í Villingaholtshreppi séu yfirleitt þungir, og
margir þeirra góðum kostum búnir, þá eru þar þó
l'áir lítt aðfinnanlegir einstaklingar. Sá bezti var Ivjáni
Einars í Dalsmynni frá Hellulandi, þéttvaxinn hrútur
og lágfætlur. Næstur honum var Fells Samúels í Þing-
dal frá Geitafelli. Hann er prýðilega vel vaxinn og
holdmikill, en hefur aðcins of veika fætur. Sá þriðji
var Gulur í Villingaholti frá Húsavík.
L