Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 387
BÚNAÐARRIT
379
Greinargerð.
Við 1. lið.
Þegar Steinþór Gestsson og Gunnar Bjarnason, mættu
seml'ulltrúar Islands á alþjóðaþingi smáhestaræktenda
í Edinborg í febrúar s. 1., kynntust þeir einni nýjung
sérstaklega, sem telja má mjög athyglisverða fyrir
íslendinga. í fyrra sumar hóf félagið Scottish Council
of Physical Recreation tilraunir með hópferðir
skemmtiferðafólks á smáhestum (ponies) um hálendi
Skotlands. Svipuð starfsemi hafði byrjað áður í
Wales og víðar i Englandi, og frétzt hefur, að sams
konar skemmtiferðalög hafi byrjað um svipað leyti
í Suður-Þýzkalandi, Sviss og Austurríki. Þessar til-
raunir hafa gefizt betur en bjartsýnustu menn þorðu
að vona, og er nú mikill viðbúnaður í Bretlandi með
stóraukningu þessarar starfsemi, og scm dæmi um
þátttökuna s.l. sumar var þess og getið af forystu-
mönnum starfseminnar, að rúmlega 1000 manns
hel'ðu verið á biðlista í Skotlandi í haust. Til slíkra
ferðalaga duga bezt smáhestarnir vegna þess, hve fót-
fimir og öruggir þeir eru á veglausu landi. í nágranna-
löndurn okkar eru til allmörg smáhestakyn, t. d. eru
til í Bretlandi 9 slik kyn, sem notuð eru til þessarar
starfsemi, þó aðallega skozkir Garronar, Welsh-hestar
og Fell-liestar. Steinþór og Gunnar sáu flest þessi
liestakyn á sýningu í Edinborg í vetur, og er það at-
hyglisvert, að í hópi þeirra finnast ekki reiðhestar á
islenzkan mælikvarða, þar sem allir þessir hestar eru
hreinir brokkarar og góðgangur þekkist ekki hjá þeim.
I pésa, sem þeir höfðu með sér um íslenzka hestinn
og útbýtt var meðal fundarmanna á þinginu, var
séreinkennum islenzka reiðhestsins ýtarlega lýst, og
vakti þessi bæklingur óskipta athygli hestamannanna,
sem þar voru, sérstaklega fjölbreytni isl. hestsins,
hvað viðkom gangtegundum. Að þessu leyti er íslenzki