Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 388
380
BÚNAÐARRIT
hesturinn mjög sérstæÖur, og það er ekkert vafamál,
að þar er um að ræða eftirsóknarverða eiginleika og
verðmæti, sem aðrar þjóðir munu meta mikils, ef
þeim gæfist kostur á að kynnast listfengi íslenzka
hestsins. En til þess að svo geti orðið, þarf að hefja
öfluga fræðslu- og lcynningarstarfsemi meðal réttra
aðila erlendis.
Eftir heimkomuna frá þinginu í Edinborg s. 1.
vetur fór Gunnar Bjarnason að athuga möguleika á
að sýna íslenzka reiðhesta á sýningum í Bretlandi á
næsta sumri, enda höfðu forystumenn Breta i hrossa-
ræktarmálum og hestamannafélögum Iiaft orð á þvi,
að ánægjulegt mundi verða að sjá islenzku hestana
og kynnast þeim á brezkum sýningum.
í hréfi dagsettu 21. apríl 1953 frá Capt. H. C. Pater-
son, aðstoðarmanni jarlsins af Dalkeith i félagsmálum
og deildarritari I.P.B.F. í Skotlandi, um þessi mál og
möguleika á að sýna hesta héðan í Bretlandi næsla
sumar segir m. a.
„Ég lít á það sem mjög snjalla og góða hugmynd
að sýna 6—8 vel tamda íslenzka reiðhesta á National
Pony Show í London í sumar. En ég vil bæta við þá
hugmynd tillögu, sem ég ræddi við Sigurstein Magnús-
son á fundi í fyrradag. Væri hugsanlegt, að þér gætuð
sýnt þcssa hesta á Edinhurgh Horse Sliow, sem jarl-
inn af Dalkeith stendur fyrir 29. ágúst næstkomandi?"
Lætur Paterson síðan í ljós mikinn áhuga fyrir,
að þetta geti orðið, og telur, að auðvelt muni verða
að selja hestana að sýningu lokinni, svo að þeir þurfi
ekki að flytjast aí'lur til landsins, enda kæmi slíkt
ekki til greina.
Hinn merkasti fræðimaður Skotlands i hestafræði
hefur látið í ljós þá skoðun, að íslenzki heslurinn muni
eiga mesta framtíð allra smáhesta til skemmtiferða-
laga, sem Bretar kall'a „pony trecking“, vegna gang-
tegundanna og annarra skemmtilegra eiginleika. Hef-