Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 389
BÚNAÐARRIT
381
ur þó prófessorinn aðeins liaft aðstöðu til þess að
kynnast hestinum af bókum, og þótt hann þannig
skilji hreyfingar íslenzka hestsins, þá hefur hann
aidrei kynnzt þeixn í raun.
Til þess að sem mest gagn yrði af ferð íneð sýning-
arhross til Bretlands telur nefndin æskilegast, að
fyrst verði hrossin sýnd á National Pony Show í
London 5. og 6. ágúst næstk. Síðan verði farið með
þau lil Skotlands og þar verði tekið þátt í ferðalög-
um á vegum Council of Physical Recreation í 2—3
vikur, en að því loknu verði þau sýnd á Edinburgh
Horse Sliow þ. 29 ágúst. Á þeirri sýningu ú að hafa
sérstakt atriði, þar sein vinnugeta smáhesta verður
sýnd sérstaklega, og telur nefndin mikilvægt, að hest-
ar liéðan taki einnig þátt í þeirri sýningu, en þar þarf
að leggja áherzlu á, að sýndir verði alliliða og góðir
brúkunarhestar, sem bæði séu látnir draga þungt æki,
og síðan verði þeim riðið á sýningarsvæðinu, þar sem
þeir sýni sæmilegan léttleika og góðgang.
Þar sem jarlinn af Dalkeith er formaður alþjóða-
sambands smáhestaræktenda (IPBF) og forystumað-
ur í hestamannafélagsskap Breta og mikill áhrifa-
maður i heimalandi sínu, gæti orðið mikilvægt að fá
hann í lið með íslenzka hestinum í keppninni við önn-
ur hestakyn. Til þess að þetta megi takast, vill nefnd-
in benda á, að á sýningunni í Edinborg gæti það vakið
athygli, ef jarlinum yrðu færðir tveir af gæðingunum
að gjöf, t. d. frá íslenzka landbúnaðarráðherranum.
Slík ráðstöfun mundi auka eftirspurn og verð þeirra
liesta, sem afgangs yrðu og gefnir falir að sýningu
lokinni.
Nefndin sér ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um
þessi alriði, en vill leggja áherzlu á, að hún telur
mikil verðmæti vera fólgin í íslenzka gæðingnum,
verðmæti, sem hafa alþjóðlegt gildi og mætti hagnýta
til mikils góðs fyrir þjóðina. En til þess að svo geti