Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 392
384
BÚNAÐARRIT
inni leyst með notkun smáhesta (ponies — Klein-
pferd) í landbúnaðinum, og er sú stefna nú kennd
í öllum búnaðarháskólum Þýzkalands undir forystu
prófessor Zorn, sem hefur fyrir ári síðan ritað nýja
kennslubók í hrossarækt fyrir þýzka búnaðarháskóla,
og er þar þessi stefna túlkuð mjög ákveðið. En nýj-
ungar í búfjárrækt taka ávallt nokkuð langan tíma
að ryðja sér lil rúms, því að þær þurfa að ná til bænd-
anna sjálfra, en þeir taka nýjum viðhorfum ávallt
með mikilli varúð, eru yfirleitt „konservativir“ í þeim
efnum. Norðmenn hafa nú þegar náð góðum tökum á
þýzka markaðinum fyrir smáhesta, og hefur þeim
tekizt að vinna Vestlandshestinum álit. Islenzki hest-
urinn er miklu minna þekktur.
Það er auðséð, að tímabil hestakaupmannanna er að
líða, og hestaverzlunin þarf að breytast og fara inn
á nýjar brautir. í Edinhorg var það almenn skoðun
manna, að seljendurnir þyrftu að koma sér upp eins
konar „hestabúðum“ í markaðslöndunum. Bændur
leggja ekki fram fé til kaupa á óséðum hesti í ókunnu
landi. Þeir ]>urfa að geta farið á ákveðin stað og séð
þá gripi, sem til sölu eru, og tekið þá ákvörðun um,
livorl þeir vilja kaupa grip og hvaða hest þeir liclzt
kjósa sér úr hópnum á sama hátt og er þeir fara inn
í sölubúð til að verzla.
Söluaðilinn þarf því að gcra samning við landeiganda
á hentugum stað í þeim héröðum, þar sem verzlun
með islenzka hesta lcemur helzt til greina, en það er
meðal vínyrkjenda, matjurtaframleiðenda og smá-
Lænda. Síðan verði fluttir nokkrir hestar mánaðar-
lega á þennan stað og auglýst að staðaldri í búnaðar-
hlöðunum, að hestarnir séu þar til sölu.
Vegna framtíðarinnar telur nefndin mikilvægt, að
farið verði mjög gætilega af stað með þessi viðskipti,
og aðeins seld fá liross i byrjun, enda er framboð
góðra og efnilegra vinnuhesta mjög lílið í landinu