Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 393
BÚNAÐARRIT
385
sem stendur, þar sem mestum hluta fæddra folalda
er nú slátrað á hausti hverju. Þeir hestar, sem sendir
verða út, bæði í þessari sölutilraun og í framtíðinni,
verða að vera á l)ezta aldri og vel gerðir, helzt tamdir
eða vel bandvanir.
Eins og áður segir, er verð á hestum á meginlandinu
mjög lágt í bili, en smáhestarnir ganga á sama verði
og þeir stóru eða eru dýrari vegna meiri eftirspurnar
eftir þeim. Fyrir góðan íslenzkan hest mun nú fást
um 700,00 þýzk mörk, eða um kr. 2700,00 á markaði
í Þýzkalandi. Þetta er raunar allt of lágt miðað við
verð á hrossum hér og kostnað við útflutninginn. Ef
ríkisstjórnin hins vegar vill heimila verzlun með t. d.
150 hross á ári á bátagjaldeyrisgrundvelli, þá horfir
málið allt öðru vísi við og væri auðveldara í fram-
kvæmd. Við leggjum því eindregið til, að Búnaðar-
félag íslands beili sér fyrir því við ríkisstjórnina, að
hún styrki í bili þcssar sölutilraunir á islenzkum
hrossum lil útlanda með þvi að heimila sölu samkv.
bátagjaldeyrisfyrirkomulaginu á þessu takmarkaða
magni hrossa, þar sem hér er um svo mjög óverulega
upphæð að ræða.
Annað þýðingarmikið atriði í þessu sambandi er
flutningsgjöld og flutningafyrirkomulagið. Nú er
l'lutningsgjald til Þýzkalands með skipum Eimskipa-
félagsins kr. 900.00 lil 1000.00 að öllum kostnaði við
ílutninginn meðtöldum. Það sést bezt, hversu óheyri-
lega háll þetta er, þegar þess er gætt, að fargjald fyrir
farþega er um kr. 1100.00 og ennfremur, þegar þess
er gætt, að fyrir stríð, eða á árunum 1930—1940, var
flutningsgjald fyrir hest lil Danmerkur lcr. 25.00 til
30.00. Það er nauðsynlegt að rikisstjórnin og Biinaðai-
félagið beiti sér fyrir því að fá samninga við innlend
skipafélög um, að þau flytji hesta úr landi fyrir um
kr. 300,00 á hest. Ef mánaðarlega eða í hverri ferð
með því skipi, sem gengur til þýzkra hafna, væru