Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 4
122
BÚNAÐARRIT
Norður-Þingeyinga og Austurlands dæmdu á sýning-
um sauðfjárræktarfélaganna fyrir hönd Búnaðarfélags
íslands jafnframt því, sem þeir dæmdu aðra hrúta á
þessum svæðum á aukasýningum, sem viðkomandi bún-
aðarsambönd stóðu fyrir. I Austur-Skaftafellssýslu er
enginn héraðsráðunautur, en þar dæmdi Stefán Hall-
dórsson, búfræðikandidat og bóndi á Hlöðum í Eyja-
firði, hrútana af hálfu Búnaðarfélags íslands.
Áhugi bænda og annarra sauðfjáreigenda á kynbót-
um sauðfjár og öðru, er sauðfjárræktina varðar, fer
stöðugt vaxandi, sem meðal annars sést á sívaxandi
þátttöku í sauðfjársýningum.
Yfirlit um sýningarnar.
Tafla 1 sýnir, hve margir hrútar voru sýndir í
hverjum hreppi og hverri sýslu, hvernig þeir skiptast
í verðlaunaflokka og hver var meðalþungi hrúta í
hverjum verðlaunaflokki. Annars vegar er gefið yfir-
lit um tveggja vetra og eldri hrúta, en hins vegar um
veturgömlu hrútana.
Tala sýndra hrúta var alls 2451, auk þeirra, sem
sýndir voru á aukasýningum sauðfjárræktarfélaga
og búnaðarsambanda á svæðinu frá Eyjafirði austur
um land að Núpsvötnum. Af þessum hrútum voru
1347 tveggja vetra og eldri, og vógu þeir 90.8 kg að
meðaltali, en 1104 voru veturgamlir, og vógu þeir
73.9 kg til jafnaðar. Þetta er vel viðunanlegur væn-
leiki, ekki sízt, ef haft er í huga, að sýningarnar fóru
nú fram síðar að haustinu en venjulega á Suðurlandi.
Þær voru flestar haldnar á tímabilinu 9. okt. til 7.
nóv., og munu hrútar allvíða hafa verið farnir að
leggja af, þegar þeir voru dæmdir, auk þess Sem sum-
arið var óhagstætt vegna stöðugra úrfella, sem olli
því, að sauðfé á Suðurlandi var yfirleitt rýrt.
Hrútarnir voru vænstir í Árnessýslu, en rýrastir í