Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 10
128
BÚNAÐARRIT
í Vestur-Skaftafellssýslu 10.7 kg þyngri og vetur-
gamlir 11.9 kg þyngri til jafnaðar nú en 1934, sjá
töflu 2. Þessar miklu framfarir má fyrst og fremst
þakka stöðugt vaxandi áhuga á kynbótum sauð-
fjár, sem leiðir til meiri vandvirkni við lífhrútavalið,
aukinni þekkingu á því, hvernig velja skuli hrútana,
og síðast en ekki sízt stórkostlega bættri fóðrun
á hrútum jafnt sem öðru fé. En eklci er allt fengið
með því að rækta upp vænt fé, hitt er ekki síður
mikils virði að fá það rétt vaxið, holdþétt, frjósamt
og mjólkurlagið svo, að dilkakjötsframleiðslan geti
orðið sem mest eftir hverja fóðraða kind og fullnægi
sem bezt kröfum markaðsins. Þess vegna er þess
jafnan gætt á hrútasýningunum, að verðlauna hrút-
ana aldrei hátt fyrir mikinn vænleika, ef þeir full-
nægja ekki allvel settum kröfum um vaxtarlag og
holdafar. Sums staðar, einkum þar sem útbeit er
enn mikið stunduð og/eða sauðlönd eru fremur kosta-
rýr, eru fremur litlar kröfur gerðar til þunga hrút-
anna. Þar hljóta 85;—90 kg hrútar eigi síður I. verð-
laun en 100—120 kg hrútar, enda er sjálfsagt að rækta
smærra og þolnara fé þar, sem því er sýnt allhart og
haglendi er létt heldur en þar, sem fénu eru búin hin
bezlu skilyrði bæði af hendi bænda og náttúrunnar.
Skipting hrútanna í verðlaunaflokka sýnir bezt
vaxtarlag þeirra og holdafar. Tafla 3 sýnir hve mörg
prósent af sýndum hrútum á Suðurlandi hai'a hlotið
I. verðlaun í hverri sýningarumferð síðan 1934.
Nú hlutu 30.3% af sýndum hrútum á Suðurlandi I.
verðlaun, en aðeins 5.8% haustið 1934. Haustið 1947
flokkuðust sýndir hrútar mjög vel eða næstum því
eins og nú. Þá hlutu 29.7% af þeim I. verðlaun.
Sýnir þetta, að framförin í stofninum hefur verið
mest frá 1939 til 1947, sjá töflu 3. Hið lága lilutfall
I. verðlauna hrúta 1951 gefur villandi mynd af því,
hvernig sunnlenzkt fé var fyrir fjárslciptin, því að