Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 14
132
BUNAÐARRIT
á vöxt, sumt mjög holdrýrt og hefur flest gallaða ull.
Það er inikið starf að rækta upp úr þessu fé sam-
stætt, vcl vaxið lioldafé, en slíkt ætti þó að takast, ef
hændur og aðrir fjáreigendur á svæðinu lcggja sig
fram. Tafla A sýnir þunga, mál, ætterni og eigendur
I. verðlauna hrútanna í Kjósarsýslu og Reykjavílc.
Kjósarhreppur. Sýningin þar var sæmilega sótt.
Sýndir voru 48 hrútar. Af þeim hlutu 16 fyrstu verð-
laun eða 33%, en aðeins 3 dæmdir ónothæfir. Þessir
hrútar voru flestir vænir og þolslegir, en yfirleitt of
grófbyggðir og liáfættir, ekki nógu holdþéttir og
höfðu of grófa, illhærumikla og gula ull. Hef ég varla
i'yrr séð jafnmarga ullarslæma hrúta á einni sýn-
ingu. Beztu þriggja vetra hrútarnir voru Loddi á
Neðra-Hálsi, Hvítkollur á Möðruvöllum og Hörður í
Hjarðarholti, en Mörður Magnúsar á írafelli har af
tvævetlingunum. Smári á Neðri-Hálsi og Pjakkur
Davíðs i Miðdal frá Bergþóri i Vestra-Súlunesi í Leir-
ársveit, sonur Kuggs þar, slóðu efslir af veturgömlu
hrútunum, báðir prýðilegir einstaklingar.
Pétur Sigurðsson, sem búið hefur að Hurðarbaki,
en flutti þaðan brott úr sveitinni s. 1. vor, gaf Sauð-
fjárræktarfélagi Kjósarhrepps glæsilegan farandverð-
launagrip, skjöld, sem Ríkharður Jónsson hafði skorið
út, sem eigandi hezta hrútsins á hverri hrútasýningu
í Kjósarhreppi skal hljóta til varðveizlu til næstu sýn-
ingar. Loddi á Neðra-Hálsi var dæmdur bezti hrút-
urinn á sýningunni og varðveita því bræðurnir á
Neðra-Hálsi skjöldinn til næslu hrútasýningar. Loddi
stóð líka efstur á aukasýningunni 1953, er hann var
veturgamall. Hann er jafnvaxinn, holdmikill, lág-
fættur og ber með sér einkenni ræktunar. Loddi hcfur
ágæta, vel hvíta ull. Það er nauðsynlegt að fá dóm á
afkvæmi lians, því að hann er líklegri til kynbóta en
aðrir hrútar í Kjósarhreppi.
Pétur Sigurðsson á skyldar þakkir fyrir hina