Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 15
133
BÚNAÐARRIT
rausnarlegu gjöf. Farandverðlaunagripir glæða áhuga
og aulta heilbrigðan metnað í fjárræktinni.
Kjalarneshreppur. Þar var fremur fásótt sýning,
en mikill áhugi ríkjandi hjá þátttakendum. Sýndir
voru 29 hrútar mjög sviþaðir að vænlcika og i Kjósar-
hreppi, sjá töflu 1. Af þeim hlutu 11 fyrstu verðlaun,
en 5 voru dæmdir ónothæfir. Hnífill á Lykkju bar
langt af öllum hrútunum á sýningunni og stóð einnig
efstur á síðustu sýningu. Hann er djásn, sem ber af
kollóttum hrútum á Suður- og Suðvesturlandi að
gerð. Hann er lágfættur, sverfættur, með þrótt-
legan, sveran haus, bringan er löng, útlögumikil og
rifin vel livclfd, bakið sterkt, breitt og holdmikið,
malir breiðar og læri framúrskarandi vel holdl'yllt.
Vöxturinn í heild samsvarar sér því prýðilega. Ullin
er sterk, en of mikið gul aftur eftir hálsi. Hnifill
hefur ræktarlegt og óvenju þolslegt svipmót. Því miður
var hann ckki sýndur með afkvæmum, svo að ekki
liggur enn fyrir úrslitadómur um kynbótagildi hans.
Þegar Hnífill var á öðrum vetri, var hann notaður
nokkra daga á kynbótastöðinni að Lágafelli og all-
margar ær sæddar með sæði úr honum, einkum í
Ölfusi. Afkvæmi hans þar eru talin álitleg. Allir beztu
hrútarnir veturgömlu í ölfusi voru synir hans, sjá
töflu C og ummæli um lirúta í ölfusi, bls. 189. Einnig
var bczli veturgamli hrúturinn í Kjósarhreppi, Smári
á Neðra-Hálsi, sonur Hnífils, eins og áður er sagt,
bls. 132.
Þess má geta, að nokkrir ölfusingar komu á sýn-
inguna á Kjalarnesi fyrst og fremst til þess að sjá
Hnífil. Þeir vildu fá hann keyptan, en fengu eigi, þótt
þeir hyðu í liann fimm þúsund krónur. Stjórn Bún-
aðarsambands Kjalnesinga vildi ekki sjá af Hnífli úr
héraði, og var svo gengið frá samningum um, að
annað livort fengi kynbótastöðin á Lágafelli hann
keyptan eða lánaðan til þess að dreifa úr honum sæði