Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 69
BÚNAÐARRIT
187
eða uppruna og eigendur allra fyrstu verðlauna hrúta
i sýslunni.
Á svæðinu vestan Ölfusár og Hvitár, nema í Bræðra-
tungusókn í Biskupstungum, er fjárstofninn af vest-
firzkum uppruna, en á öllu svæðinu milli Þjórsár og
Hvítár og í Bræðratungusókn er stofninn úr Suður-
Þingeyjarsýslu og Kelduhverfi, ættaður úr Norður-
Þingeyjarsýslu austan Jökulsár. Þessir tveir fjár-
stol'nar eru mjög ólíkir að útliti og eðli, afburða ein-
staklinga annars vegar og óeigandi einstaklinga hins
vegar má finna í báðum stofnunum, en lilutfallslega
fleira er af vel gerðu fé í norður-þingeyska stofnin-
uin. Féð af norður-þingeyska stofninum er yfir að líta
allvel samstætt, mikið af því er ágætlega vaxið, ríg-
vænt, holdmikið og her með sér einkenni mikillar
ræktunar, sem stefnt hefur að ákveðnu marki. Féð
af vestfirzka stofninum er aftur á móti mjög sundur-
leitt á svip og ólíkt að vaxtarlagi og holdafari. Beztu
einstaklingarnir, sem flestir eru annað hvort koll-
óttir eða hníflóttir, eru ágætlega vænir, allvel vaxnir,
holdmiklir og þróttlegir, en margt af þessu fé er
nieira og minna gallað á vöxt og of holdrýrt og hefur
auk þess gisna, grófa og illhæruskotna ull, sem er
uiun Iakari en hin fína, þelmikla ull af þingeyska
fénu. Það er mjög umdeilt meðal Árnesinga og fleiri
við livorn fjárstofninn betra sé að búa. Yfirleitt eru
flestir sæmilega ánægðir með þann stofn, sem þeir
hlutu við fjárskiptin, þótt undantelcningar séu frá því
á báða vegu. Margir, sem búa við vestfirzka stofninn,
brósa happi yfir því að hafa ekki fengið þingeyskt
fé, af því að þeir álíta, að vestfirzki stofninn hafi til
að bera mikilsverða eiginleika fram yfir þann þing-
eyska, svo sem, að lxann þurfi ekki eins mikla ná-
kvæmni í umhirðu, t. d. á sauðburði, fé af honum sé
ekki eins slysaliætt, t. d. af afveltu, ærnar mjólki
betur en þær þingeysltu og þoli bctur sunnlenzka