Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 74
192
BÚNAÐARRIT
aldursflokki, báðir prýðilegir einstaklingar. Aðeins
einn veturgamall lirútur hlaut I. verðlaun, Kollur
Stefáns á Minni-Borg, snotur kind. Hrútarnir í Gríms-
nesi eru flestir ættaðir úr Ljósavatnshreppi, en
nokkrir úr Hálshreppi og Grýtubakkahreppi. Margir
þeir beztu eru frá þeim bæjum í ofannefndum lirepp-
um, sem hafa átt ágæta hrúta að undanförnu, sjá
töflu C og Búnaðarritið 67. árg. Það sýnir, hve mikils-
vert er að kaupa hrútana frá þeim bæjum, þar sem
úrvalshrútar eru notaðir, fremur en að kaupa væna
einstaklinga af handahófi úr hvaða hjörð sem er.
Grímsnesingar standa betur að vigi en bændur í öðr-
um hreppum Árnessýslu, sem búa við fé af vestfirzk-
um uppruna, til þess að rækta upp kostamikinn fjár-
stofn, vegna þess að þeir hafa fengið góðan efnivið í
beztu hrútunum, og að sjálfsögðu hljóta þeir líka að
eiga margar ágætar ær. Samt sem áður bíður þeirra
vandasamt ræktunarstarf, því að miklar líkur eru til
þess, að hrútar þessir búi ekki yfir nægri kynfestu,
auk þess sem þ’eir eru á ýmsan hátt gallaðir, þótt
kostamiklir séu. Mun því taka alllangan tíma að sam-
eina kostina og eyða göllunum með úrvali, áður en
rétt er að snúa sér að því að festa kostina í kyni með
skyldleikarækt. Sauðfjárræktarfélag Grímsnesinga
hefur því ærið viðfangsefni á næstu árum.
Laugardalslireppur. Þar var sýning sæmilega sótt
og alls sýndir 40 hrútar, 29 íullorðnir og 11 vetur-
gamlir. Þessir hrútar voru svipaðir að vænleika hrút-
unum í Þingvallasveit, þótt þeir veturgömlu væru
aðeins þyngri í Laugardal, sjá töflu 1. Fyrstu verð-
laun hlutu 17 hrútar, 14 fullorðnir, sem vógu 96.1
kg til jafnaðar, og 3 veturgamlir, sem vógu 91.7 kg
að meðaltali. Eisenhower í Miðdalskoti frá Staðar-
holti í Ljósavatnshreppi bar af þrevetru lirútunum.
Hann er djásn að allri gerð. Næstir lionum stóðu
Lómur og Kolur á Efra-Apavatni, sá fyrrnefndi l'rá