Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 77
BÚNAÐARRIT
195
hvort hafi illa tekizt til með val þeirra síðast liðið
haust eða að fóðrun þeirra hafi verið ábótavant síð-
ast liðinn vctur og vor, nema hvort tveggja sé. Þeir,
sem vilja sækja fram í sauðfjárræktinni, verða að
hafa það liugfast að vanda þarf val lífhrúta og ala
þá ágætlega upp, til þess að meðfæddir kostir ein-
staklinganna fái notið sín. Það er auðvelt að velja
beztu einstaldingana og kasta gallagripunum úr vel
uppöldu fé, en úrval úr vanþroska einstaldingum
verður ætíð handahófskennt. Mestur vandinn á lirúta-
sýningunum er að dæma hrútana, þegar sumir þeirra
hafa lifað við allsnægtir, en aðrir við vaneldi, því að
þá er liætt við að hossað sé hærra eðlisslölcum lcind-
um vel uppöldum, heldur en eðlisgóðum einstakling-
um, sem gerðir liafa verið að hálfgerðum vesalingum
vegna vaneldis.
Hninamannahreppur. Þar var glæsileg sýning. Þátt-
taka var ágæt, og sýndir voru flestir hrútar í sveit-
inni, 108 að tölu. Af þeim voru 60 cldri en vetur-
gamlir, allir tveggja og þriggja vetra, og vógu þeir
að meðaltali 108.5 kg. Það er landsmet. Fyrra lands-
met í meðalvænleika fullorðinna hrúta á einni sýn-
ingu, 106.6 kg, átti Svalbarðshreppur í Norður-Þing-
eýjarsýslu. Hrunamenn mega vera stollir af þessu
afreki, svo skömmu eftir fjárskipti og eftir einstakt
illviðrasumar. Sýnir þetta, hvílíkri fádæma söfnunar-
gelu íslenzki fjárstofninn hýr yfir, þótt það komi ekki
svona greinilega í Ijós, nema þegar rétt er valið og að-
húnaður allur i fóðrun er með ágætum. Að vísu búa
Hrunamenn þarna að miklu leyti að ræktunarafrek-
Um annarra, en samt eiga þeir sjálfir skilið mikið lof
fýrir það, hve vel þeim hefur tekizt að velja lamb-
hrúta við fjárskiptin og ala þá vel upp og einnig fyrir,
að lirútarnir, sem þeir hafa valið heima fyrir, virðast
ekki ætla að verða eftirbátar þeirra, sem lceyptir
v°ru fyrir norðan. Sýndir voru nú í hreppnum 48