Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 83
BÚNAÐARRIT
201
undaneldis. Ýmsir þátltakendur í sýningunni munu
ekki vænta eins mikils af Dverg til undaneldis eins og
Óðni og ýmsum öðrum glæsilegum einstaklingum.
Um slíkt er erfitt að spá, en Dvergur er vel ættaður.
Móðir hans er með bezt gerðu ám og þar eflir væn.
Hún vó 93 kg í maíbyrjun 1955, en gekk þá með tveim
fóstrum. Hún var tvílembd gemlingur og alltaf síðan,
en missti annað lambið tvö fyrslu árin. Dvergur vó,
sem haustlamb, 49 kg, en í liaust vógu lömb hennar,
tvær gimbrar 43.0 og 44.0 kg.
Gnúpvcrjahreppiir. Þar var sýningin framúrskar-
andi vel sótt og sýndir alls 100 hrútar, 65 tveggja og
þriggja vetra, sem vógu 107.3 kg að meðaltali og 35
veturgamlir, sein vógu að jafnaði 79.6 kg. Þótt full-
orðnu hrútarnir væru 1.2 kg léttari cn jafnaldrar þeirra
í Hrunamannahreppi, þá voru þeir enn jafnfeg-
urri kindur, enda hlutu 50 þeirra I. verðlaun eða 77%,
og vógu þeir 109.4 kg til jafnaðar. Veturgömlu hrút-
arnir í Gnúpverjahreppi voru hins vegar mun lakari
en í Hrunamannahreppi, sjá töflu 1, enda hlutu að-
eins 12 af 35 I. verðlaun, og vógu þeir 83.7 kg til jafn-
aðar. Alls hlutu 62% af sýndum hrútum í hreppn-
um I. verðlaun, eða 2% meira en í Hrunamanna-
lireppi. Fljótt á litið virðist ískyggilegt, hve vetur-
gömlu hrútarnir eru miklu lakari en þeir fullorðnu.
Þeir vógu nú minna til jafnaðar en jafnaldrar þeirra
vógu haustið eftir fjárskiplin. Mistök í hrútavali
hljóta því að liafa ált sér slað eða fóðrun lambhrúta
síðast liðinn vetur ekki verið nógu góð, nema hvort
tveggja sé. En vel má vera, að Gnúpverjar hafi talið
sig svo birga af góðum hrútum, að þeir þyrftu ekki
að vanda lambhrútaval, heldur aðeins látið lifa til-
viljunarlömb til vara, ef fullorðnir hrútar færust.
Slíkt er samt ósiður. Gott lambshrútseldi er of dýrt til
að eyða því í annað en valda einstaklinga.
Beztu þriggja vetra hrútarnir voru: Blær í Þrándar-
14