Búnaðarrit - 01.06.1956, Side 88
BÚNAÐARRIT
206
skeiði frá Undirvegg. Hann er þétt kind, en hefur þó
tæplega nógu útlögumikinn brjóstkassa. Fjórði í röð-
inni var Stefnir Magnúsar á Blesastöðum frá Fram-
nesi í Kelduhverfi. Hann er klettþungur, en nokkuð
grófbyggður. Sá fimmti var Spalcur Jóns í Vorsabæ
frá Auðl)jargarstöðum, prýðilega álitlegur einstak-
ingur. Af veturgömlu hrútunum var Blettur Valdi-
mars á Fjalli beztur. Hann er metfé, vó 96 kg og hafði
110 cm brjóstmál, 25 cm breiðan spjaldhrygg og er
lágfættur, sjá töflu C. Faðir hans er Durgur, sem efst-
ur stóð af þrevetru hrútunum. Er því augljóst, að
Durgur býr yfir allmiklu kynbótagildi. Næstur Blett
stóð Skúfur í Skeiðháholti, þar heimaalinn, sonur
Blakks frá Hóli í Kelduhverfi, sem hlaut I. verðlaun
í Þrándarholti 1953. Skúfur er djásn, sjá töflu C,
þótt hann væri ekki alveg jafnoki Bletts, enda ekki
eins útlögumikill. F’é Skeiðamanna er upprunnið úr
Reykjahverfi og af Tjörnesi, en þeir fengu auk þess
allmarga hrúta úr öðrum sveitum, einltum úr Keldu-
hverfi, haustið eftir fjárskiptin. Eins og sjá má af
framansögðu og töflu C, þá eru þessir hrútar, sem
síðar voru keyptir, margir í hópi beztu hrútanna i
hreppnum.
Hraungcrðishreppur. Þar voru sýndir 45 hrútar,
27 tveggja og þriggja vetra, sem vógu 100.3 kg til
jafnaðar, og 18 veturgamlir, sem vógu 84.3 ltg að
meðaltali, og voru því hvergi í sýslunni vænni hrútar
veturgamlir, nema í Hrunamannahreppi. Fyrstu
verðlaun hlutu 24 hrútar, 15 fullorðnir, sem vógu
104.2 kg að meðaltali, og 9 veturgamlir, sem vógu
88.2 kg til jafnaðar. Af þriggja vetra hrútunum var
Katli á Stóru-Reykjum frá Ytra-Fjalli beztur. Hann
er jafnvaxinn, þéltholda og mjög lágfættur, en ágæt-
lega þungur, vó 113 lcg. Næstur honum stóð Spakur
á Stóra-Ármóti frá Hafralæk, jötunn vænn og sterk-
lega hyggður, en eltki að sama skapi fagur. Sá þriðji