Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 89
BÚNAÐARRIT
207
var Fjalli á Stóra-Ármóti frá Ytra-Fjalli, gríðar vænn
mörbelgur, vó 118 kg en varla nógu holdþéttur. Hann
var felldur skömmu eftir sýninguna og lagði sig með
49 kg falli og 21 kg af mör, þar með talinn garnmör.
Sýnir þetta óvenju hæfni til mörsöfnunar, en ekki
að sama skapi til kjötsöfnunar. Fyrstu verðlauna
hrútur úr Hrunamannahreppi var einnig felldur. Sá
vó á fæti 121 kg, en lagði sig með 59 kg falli og 11
kg af mör, netju- og nýrmör. Það eru miklu æskilegri
hlutföll. Er eftirsjá að síðarnefnda hrútnum, en ekki
þeim fyrrnefnda. Af tveggja vetra hrútunum var
Jökull í Austur-Koti langsamlega beztur. Hann cr
frá Hóli í Kelduhverfi, djásn að vænleika og allri
gerð, vó 123 kg, hafði 120 cm brjóstummál og 26 cm
breitt bak. Hann hafði einnig vel livíta, framúrskar-
andi góða ull. Jökull var dæmdur bezti hrúturinn á
sýningunni, og hlaut því Einar Sigurðsson í Austur-
Koti hrútsstyttuna til varðveizlu næstu fjögur árin,
en stytta sú er farandgripur, sem sá hlýtur til varð-
veizlu á liverri aðalsýningu, sem á bezta hrútinn á
sýningunni. Næstur Jökli af jafnöldrum hans stóð
Laxi Geirs í Hallanda frá Laxamýri, fagur og prýði-
lega holdgóður einstaklingur. Sá þriðji var Valdi á
Stóru-Reykjum frá Ingveldarstöðum í Kelduhverfi,
sem er ágæt kind. Sá fjórði var Veggur Guðjóns á
Bollastöðum frá Undirvegg. Hann er ekki mikil
þungakind, en fagur og holdþéttur. Af veturgömlu
hrútunum var Þrándur á Stóra-Ármóti beztur. Hann
var keyptur lamb frá Þrándarholti, sonur Auðbergs
þar, sem Steinþór á Hæli á nú. Þrándur er metfé, vó
105 kg, hafði 110 cm brjóstummál og 26 cm breiðan
spjaldhrygg og var dæmdur næstbezti hrúturinn á
sýningunni. Var mjög erfitt að gera upp á milli hans
og Jökuls í Austur-Koti. Næstur Þrándi stóð Bjartur
á Stóra-Ármóti frá Undirvegg. Hann er samanrekin
holdakind. Sá þriðji var Dofri í Oddgeirshólum, líka