Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 90
208
BÚNAÐARRIT
frá Undirvegg, klettþungur og ágætlega gerður ein-
staklingur. Sá fjórði var Skáldi í Króki frá Skálda-
búðum í Gnúpverjahreppi, ágæt holdakind. Á aulca-
sýningu 1953 voru fáir góðir hrútar í Hraungerðis-
hreppi, en margir lélegir. Bændur þar, sem fyrir fjár-
skiptin höfðu lengi átt ágætt fé, undu þessu illa og
keyptu allmarga hrúta næstu tvö haust eftir fjár-
skiptin, flesta úr Kelduhverfi, en nokkra úr Suður-
Þingeyjarsýslu og innanhéraðs. Þessi viðleitni til að
hæta hrútana virðist ætla að bera ágætan árangur,
eins og sjá má af töflu C og þvi, sem sagt er hér að
framan. Það er engum vafa bundið, að fjáreigendum í
Hraungerðishreppi mun takast að koma upp góðu fé,
ef þeir halda áfram á þeirri braut, sem þeir eru nú á.
Selfosshreppur. Þar voru sýndir 8 hrútar, flestir
fremur lélegir, sjá töflu 1. Tveir þeirra hlutu þó fyrstu
verðlaun, sjá töflu C. Snoddas Eiríks Bjarnasonar
bar af þessum hrútum. Hann er frá Keldunesi og er
prýðilega gerður í alla staði. Tóvi Sigurjóns Stefáns-
sonar, ættaður frá Tóvegg, er einnig kostamikill ein-
staklingur.
Sandvíkurhreppur. Þar var sýning fremur fásótt
og margir hrútarnir ekki góðir. Alls voru sýndir 20
hrútar, 10 fullorðnir og 10 veturgamlir, sjá töflu 1.
Aðeins fjórir hlutu I. verðlaun. Beztur af þriggja vetra
hrútunum var Fantur í Smjördölum frá Stóru-Laug-
um. Hann er kostamikill einstaklingur. Laxi Rann-
veigar í Stóru-Sandvík frá Laxamýri var beztur af
tvævetlingunum. Ilann er mjög þróttlegur, en fremur
grófhyggður. Bjartur í Eyði-Sandvík var beztur af
veturgömlu hrútunum. Hann er framúrskarandi vel
vaxinn og lioldgóður, en heldur svipdaufur.
Eijrarbakkahreppur. Þar voru sýndir 17 lirútar, 3
fullorðnir og 14 veturgamlir. Þeir voru fleslir kosta-
rýrir og nokkrir ónothæfir, sjá töflu 1. Aðeins einn
þeirra lilaut I. verðlaun, Laxi Eyþórs Guðjónssonar