Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 100
218
BÚNAÐARRIT
Kirkjubóli í Þingeyrarhreppi. Hann er ágætur hrútur
í alla staöi. Næstur honum stóð Prúður í Króktúni
frá Jóni Samsonarsyni í Múla í Þingeyrarhreppi.
Hann er lágfættur og þéttholda, en hefur fullmjótt bak.
Fljótshliðarhreppur. Þar var framúrskarandi góð
þátttaka í sýningunni, þrátt fyrir liið versta veður.
Sýndir voru 100 hrútar, 59 fullorðnir, sem vógu 89.0
kg lil jafnaðar, og 41 veturgamlir, sem vógu aðeins
68 kg að meðaltali. Fullorðnu hrútarnir voru því að-
eins léttari en sýslumeðaltalið, en þeir veturgömlu
voru 3.7 kg léttari en jafnaldrar þeirra í sýslunni í
heild. Hrútarnir í Fljótshlíðinni voru aðallega ætt-
aðir úr Mýra- og Mosvallahreppi í Vestur-lsafjarðar-
sýslu. Þeir voru mjög sundurleitir að gerð, margir
injög illa vaxnir og holdrýrir, sumir þungir, en mjög
fáir góðir fyrstu verðlauna hrútar. AIIs hlutu þó 30 hrút-
ar fyrstu verðlaun, 27 tvævetrir og 3 veturgamlir. Þeir
voru margir tæpir í I. verðlaun. 19 voru dæmdir
ónothæfir og 27 hlutu III. verðlaun. Margir þeirra voru
mjög lélegir. I innri hluta sveitarinnar voru þessir
tvævetlingar beztir: Kollur og Hringur á Fljóti. Sá
fyrrnefndi frá Lambadal, ágæt holdakind, en sá siðar-
nefndi frá Innri-Veðrará, ágætur hrútur, en hefur þó
of háar herðar. Næstir þeim stóðu Brekkan á Þverá
og Spakur Guðmundar í Múlakoti, báðir frá Brekltu
á Ingjaldssandi. Þetta eru kostamiklir hrútar, en full-
grófbyggðir. Sá fimmti var Blettur á Heylæk, ættaður
úr öræfum. Hann er þéttholda, en fullléttur. í Út-
Hlíðinni var Kútur á Valstrýtu frá Suðureyri í Súg-
andafirði beztur. Næstur honum stóð Hnífill á Lamba-
læk frá Álfadal. Þeir eru báðir prýðilegar kindur, sá
fyrrnefndi þó lágfættari og enn þéttari kind. Sá þriðji
var Skalli í Bulru frá Kirkjubóli í Valþjófsdal.
Fljótshlíðingar eru í miklum vanda staddir að því
leyti, að í hrútum þeirra er nauðafátt af óaðfinnan-
legum einstaklingum. Þótt I. verðlauna hrútarnir séu