Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 105
BÚNAÐARRIT
223
bendir allt til þess, að þeir ættu að geta komið upp
ágætu fé á fáum árum. Samt er hætt við því, að haga-
þrengsli geti dregið úr árangri kynbótastarfseminnar,
nema sett sé undir lekann með því að beita fénu að
meira eða minna leyti á ræktað land, þegar því hefur
fjölgað svo, að ofsetið er í högum.
Vestur-Skaf taf ellssýsla.
Sýningarnar í sýslunni voru yfirleitt ágætlega sótt-
ar. Sýndir voru alls 547 hrútar, 348 tveggja vetra og
eldri, sem vógu til jafnaðar 82.1 kg, og 191) vetur-
gamlir, sem vógu 68.4 kg að meðaltali. Fyrstu verð-
laun lilutu 93 hrútar fullorðnir og 30 veturgamlir
eða 22.5% af öllum sýndum hrútum í sýslunni, en
87 hrútar eða 15.9% fengu engin verðlaun. Hrútar í
Vcstur-Skaftafellssýslu eru jafnléttari en í nokkurri
annarri sýslu á landinu í síðustu sýningaumferð, og
svo hefur löngum verið síðan farið var að halda
hrútasýningar. Þetta er þó ekki fyrir þá sök, að fjár-
stofninn i sýslunni sé eðlisrýrari en alls staðar ann-
ars staðar á landinu, heldur eru haglendi þar víða rýr
og það, sem verra er, að austan Mýrdalssands hafa
hrútar jafnt sem annað sauðfé víða verið of slaklega
fóðraðir. Sannast það bezt á því, að þegar lömb af
Síðunni og úr Meðallandinu voru flutt við fjárskiptin
út í utanverða Rangárvallasýslu og fengu gott upp-
eldi þar, þá urðu þau bæði vænar kindur og afurða-
miklar. Er þó ekki hægt að þakka landgæðum einum
þær framfarir, því að ekki er hægt að telja t. d. Ása-
og Djúpárhrepp í Rangárvallasýslu landkostasveitir.
Áður fyrr var fé þar a. m. k. víða mjög rýrt, og var þá
venjulega kennt um lélegu haglendi. Samanburður á
meðalþunga hrútanna í Kirkjubæjar-, Leiðvalla- og
Hörgslandshreppi annars vegar og í Ása-, Djúpár-,
Holta- og Landmannahreppi hins vegar, sem eru alvcg
L