Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 119
BÚNAÐARRIT
237
Litur, önnur einkenni, útlitsdómur og brjóstummál.
Tafla TI sýnir lit, önnur einkenni, útlitsdóm og
brjóstummál allra sýndra kúa, nema brjóstummál
tveggja, sem vantar. Svipaðar töflur fyrir tvö sýn-
ingarárin næstu á undan er að finna í Búnaðarritinu
1954, bls. 201 (Austurland og V.-Húnavatnssýsla)
og 1955, bls. 337 (Vesturland). Algengasti liturinn
í öBum þessum landsfjórðunguin er rauður og rauð-
skjöldóttur, rösk 40% alls staðar. Bröndóttar og
brandskjöldóttar kýr eru útbreiddastar á Suðurlandi
23%, en aðeins 6% á Austurlandi. Iíolóttar og kol-
skjöldóttar eru 20% á Suður- og Vesturlandi, en 10%
á Austurlandi, svartar og svartskjöldóttar 26% á
Austurlandi, en aðeins 11% á Suðurlandssvæðinu.
Aðrir litir eru sjaldgæfari.
Á sýningunum nú reyndust einlitar kýr, sem svo
eru kallaðar, vera 2236 eða 41.8%, en aðrar að meira
eða minna leyti með livíta bletti eða flekki. Eru
þær til hægðarauka allar taldar skjöldóttar, og eru
ýróttar kýr taldar með þeim, en ekki gráar. Hlut-
fallið milli einlitra og skjöldóttra kúa er svipað varð-
andi rauðar, bröndóttar og kolóttar kýr (rösklega
40% einlitar). Hins vegar voru aðeins 27% af svörtu
kúnum einlitar, en 64% af þeim, sem taldar voru
gráar. Sægráar kýr eru í töflu II taldar með gráum
kúm, en voru alls aðeins 6, þar af 5 einlitar. Engin
kýr var alveg hvít.
Af I. verðl. kúnum voru 278 einlitar cða 29.1%.
Rauðar og rauðskjöldóttar voru 266 eða 43%, brönd-
óttar og brandskjöldóttar 151 eða 24.4%, kolóttar og
kolskjöldóttar 119 eða 19.2%, svartar og svartskjöld-
óttar 58 eða 9.4%, gráar og gráskjöldóttar 23 eða 3.7%,
ein var sægráskjöldótt og ein grönótt. Vegna rúmleysis
er ekki hægt að birta lit hverrar I. verðl. kýr í skránni
yfir þær.