Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 124
242
BÚNAÐARRIT
77.3 stig aÖ meÖaltali og III. verðl. kýr 75.8. Flest stig
fyrir byggingu hlaut Leira 1 Ingibergs Sveinssonar í
Skammadal, Hvaxnmshreppi, 89.0 stig. Er þeirrar kýr
getið sérstaklega síðar í þessari grein.
Brjóstummál allra sýndra kúa var tekið til að fá
sem gleggstar upplýsingar um stærð íslenzkra kúa til
samanburðar við athuganir, sem síðar kunna að vera
gerðar. Þar sem svo margar kýr voru sýndar, sem
raun ber vitni um, hefur fengizt mjög golt yfirlit varð-
andi þetta atriði. Aftast í töflu II er skráð meðaltal
brjóstummáls kúnna í hverri sveit, og er kúnuin þar
skipt í 7 flokka. Fyrstu 4 dálkarnir sýna brjóstum-
málið, þegar kýrnar eru flokkaðar eflir verðlaunum.
Niðurstöður þeirrar flokkunar er, að meðaltal I. verðl.
kúa var 172.1 cm, II. verðl. kiia 172.8 cm, III. verðl.
kúa 168.2 cin og fyrir aðrar kýr 166.7 cin, en í síðasta
hópnuin eru margar kvígur.
Til að fá yfirlit yfir brjóstuinmál fullvaxinna kúa,
var kúnum síðar skipt í tvo hópa. í öðrum hópnum
voru kýr 4 vetra og eldri, en í hinum kýr yngri en 4
vetra. Aldur kúnna var ekki skráður i sýningarbók,
en við skiptingu kúnna í þessa tvo aldursflokka var til
flýtisauka valin sú leið að teija til 4 vetra og eldri allar
sýndar kýr aðrar en kvígur að 1. og 2. kálfi, sein taldar
voru ófullmjólkandi í skýrslum nautgriparæktarfélag-
anna árið 1954. Þessi flokkun er reyndar ekki hárná-
kvæm vegna þess, að nokkrar kvígur, sem sýndar voru,
en skýrslur eru ekki baldnar yfir, kunna að vera taldar
fullvaxnar, en ekki ælti að vera svo mikil brögð að því,
að það liafi álirif í þá átt að rninnka muninn á þess-
um tveimur flokkum. Kýr, 4 vetra og cldri, reyndust
hafa brjóstummálið 169.9 cm, en yngri kýr 167.3 cm
eða 2.6 cm minna. Siðasti dálkurinn í töflu II sýnir
meðalbrjóstummál allra sýndra kúa, og reyndist það
vera 169.6 cin.