Búnaðarrit - 01.06.1956, Síða 155
BÚNAÐARRIT
273
fremur voru sýndar nokkrar dætur Rauðkolls, sem
afurðaskýrslur eru ekki haldnar yfir, og virtust þær
vera mjög álitlegar kýr. Hann hlaut nú I. verðlaun.
5. Máni S 32 frá Miklaholtshelli. Á afkvæmasýn-
ingu í Skeiðahrcppi 1953 þótti ekki fært að veita
þessum Reppssyni I. verðlaun vegna of stuttrar
reynslu á dætrum hans, sjá Búnaðarrit 1954, bls. 211.
Árið 1955 voru á skýrslum hjá Nf. Skeiðalirepps 14
fullmjólkandi dætur hans, sem höfðu það ár mjólkað
að meðaltali 3318 kg með 4.26% mjólkurfitu, en
14135 fe. Á sýningunni nú hlutu 2 dælur hans í
Skeiðahreppi I. verðlaun, og 1 sonur lians, Huppur
S 198, hlaut II. verðlaun. Dætur Mána eru sýnilega
að vaxa sem afurðamiklir gripir, eftir því sem þær
ná meiri þroska. Hann hlaut I. verðlaun.
6. Bjartur S 37 frá Litlu-Reykjum. Bjartur, sonur
Hængs S 10, var citt þeirra nauta, sem frestað var að
taka ákvörðun um, hvort viðurkennt skyldi sem I.
verðlauna naut á afkvæmasýningunum 1953, sjá
Búnaðarrit 1954, bls. 212. Var mjög takmörkuð
reynsla komin á dætur hans þá. Nú voru sýndar með
lionum 20 kýr, flestar að 2. kálfi. Hlaut 1 I. verðl.,
3 II. verðl. og 16 III. verðlaun. Á skýrslum i Nf. Gnúp-
verja voru árið 1954 alls 5 fullmjólkandi dætur Bjarts,
sem injólk hafði verið fitumæld úr, og voru meðal-
afurðir þeirra það ár 3144 kg með 4.36% feita mjólk,
en 13708 fe. Bjartur hlaut nú I. verðlaun.
7. Tigull S 42 frá Skriðufelli. Gnúpverjar sýndu
annað naut, sem I. verðlaun hlaut nú, og var það
Tígull, sonur Felds frá S.-Langholti. Á afkvæmasýn-
ingu 1953 hlaut hann þégar þessa viðurkenningu,
sjá Búnaðarrit 1954, hls. 212.
Nú voru sýndar í Gnúpverjahreppi 28 dætur Tíguls.
Hlutu 6 I. verðl., 6 II. verðl., 13 III. vcrðl., en aðeins
2 engin verðlaun. Árið 1954 voru 8 fullmjólkandi kýr
undan Tígli á skýrslum í Nf. Gnúpverja, og mjólk-