Búnaðarrit - 01.06.1956, Síða 158
276
BÚNAÐARRIT
Landeyja. Sýndar vorn 14 dætur hans þar. Tvær
þeirra voru hyrndar, 1 hníflótt og 11 kollóttar, en
sjálfur er Stefnir hyrndur. Níu systranna voru rauðar
og rauðskjöldóttar (flestar krossóttar), en hinar i
ýmsum litum, yfirleitt krossóttar. Dætur Stefnis hafa
flestar ójafna yfirlínu, en golt rými. Nokkuð skortir
á, að malirnar geti talizt vel lagaðar. Þær hafa stórt
júgur og allvel lagað, en sumar eru frcmur fast-
mjólkar. Brjóstummál þeirra var 166 cm að meðal-
tali, og hlutu þær 74.2 stig fyrir hyggingu.
Dætur Stefnis voru mjög ungar og því slutt reynsla
komin á þær sem mjólkurkýr, enda afurðaskýrslur
elcki haldnar yfir allar. Engin systirin taldist full-
mjólkandi á skýrslum 1954, en 8 kvigur, sem vitað
var um nyt úr, höl'ðu komizt í 13.7 kg að 1. kálfi, og
3, sem borið höfðu að 2. kálfi, komust í 18.3 kg að
meðaltali. Hin stutta reynsla, sem komin er á þennan
systrahóp, bendir þó til þess, að dætur Stefnis séu
mjög mjólkurlagnar með jafna mjólkurfitu um 4%.
Þrír synir Stefnis, þcir Hnífill S 131, Börkur S 159
og Máni S 185, lílutu II. vcrðlaun á sýningunum nú.
12. Kolur V 17 á Hvanneyri. Þetla var eina nautið
vestan Hellisheiðar, scm I. verðlaun hlaut. 1 aðra ætl-
ina er hann af Kluftastofni, sonur Brands á Hvann-
eyri, Huppusonar frá Kluftum, og Leifs í Hrunamanna-
hreppi, en í liina ættina er Kolur kominn út af lui
lir Briemsfjósi í Reykjavík. Kolur hefur verið notaður
öðru hverju á sæðingastöðinni á Hvanneyri, síðan
hann var tæpra tveggja ára, og eru því til i Borgar-
firði allmargar dætur hans, flestar á Hvannevri og
öðrum býlum í Andakílshreppi.
Sýndar voru 22 dætur hans nú. Tvær þeirra voru
hníflóttar, en hinar 20 kollóttar. Tíu voru rauðar og
rauðskjöldóttar, 9 kolóttar og kolskjöldóttar, cn 3
öðruvísi að lit. Dætur Iíols eru fíngerðar kýr með
fremur grannan haus, nokkuð ójafna yfirlínu, útlög-