Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 160
278
BÚNAÐARRIT
virðast vera mjólkurlagnar, og má því búast við að
þær sæki sig, þegar þær ná meiri þroska. Tveir synir
Kols, Kolur V 20 og Melur V 23, hlutu II. verðlaun á
sýningum í Borgarfirði nú.
önnur naut, sem allmikil reynsla er komin á.
Á sýningarsvæðinu voru ault I. verðlauna naut-
anna mörg önnur naut, sem þó nokkur, en misjafn-
lega mikil reynsla er komin á. Lítur út fyrir, að þau
ætli yfirleitt að reynast vel. Þó bar á þvi í örfáum
tilfellum, að sumar kvígurnar væru fastmjólkar.
Nokkurra þessa nauta verður nú getið.
1. Víðkunnur S 34 frá Hjálinholti. Þetta var eina
sýnda nautið af þeim, sem fullnægjandi reynsla þótti
komin á, sem ekki lilaut I. verðlaun. Dætrum hans,
sem dæmdar voru á afkvæmasýningu 1953, er lýst í
Búnaðarritinu 1954, bls. 211.
Af 18 sýndum dætrum Víðkunns i Hraungerðis-
hreppi nú, hlaut 1 I. verðl., 3 II. verðl., 7 III. verðlaun
og 7 engin. Sjö dætur hans mjólkuðu 1954 1. heila
skýrsluárið að meðaltali 2613 kg með 4.23% mjólk-
urfitu, en 11053 fe, og sama ár mjólkuðu 6 fullmjólk-
andi dætur hans 3378 kg með 4.03% feitri mjólk,
en 13547 fe, og er það aðeins neðan við meðalnyt
allra fullmjólkandi kúa í hreppnum á því ári.
Borið saman við mæður sýnir sú rcynsta, sem af
kvígunum er fengin, að þær hafa yfirleitt ekki náð
afurðum mæðra sinna á sama mjólkurskeiði. Þar scm
dælur Víðkunns hlutu aulc þess fremur lágan úllits-
dóm, þótti hvorki rétt að veita honum I. verðlaun né
nota hann áfram í Hraungerðishreppi, enda hefði þar
orðið um allmikla skyldleikarækt að ræða. Var hann
því felldur skömmu eftir sýningu. Hann \ar þó látinn
halda II. verðlaunum, sem hann hlaut 1951, þar sem
afurðir dætra hans eru nokkuð miklar, og sýnt þótti,