Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 162
280
BÚNAÐARRIT
mjög ungar. Þrjár þeirra voru liyrndar, en liinar 15
kollóttar. Sex voru rauðar og rauðslcjöldóttar, cn
hinar 12 bröndóttar eða hrandskjöldóttar. Þessar
sjrstur hafa fremur grannan haus, húð í meðallagi,
sæmilegan lirygg, góðar útlögur yfirleilL og boldýpt
í meðallagi. Malir og fótstaða eru heldur góðar,
júgrin tæplega í meðallagi stór, fremur vel Jöguð,
cn spenabygging dálítið misjöfn. Hafa sumar kýrnar
of litla spena, sérstaklega afturspena. Mjöltun sumra
kúnna er ekki góð, og mjólkuræðar og brunnar
tæplega nógu þroskaðar á suinum. Meðalbrjóstum-
mál reyndist 1(57 cm og meðaltal stiga fyrir bygg-
ingu 74.Í).
Dætur Jökuls eru fremur álitlegar mjölkurkýr með
góða mjólkurfitu. Að 1. kálfi komust 13 dætur hans i
12.5 kg að jafnaði, og 0, sem horið hafa að 2. kálfi,
komust þá í 15.9 kg og mjólkuðu 1. heila skýrsluárið
2718 kg með 3.97% mjólkurfitu, en 107ÍH) fe. Jökull
hlaut II. verðlaun að sinni.
4. Austri S 57 frá Garðakoti. í Hraungerðishreppi
voru sýndar 12'dætur Austra með honum. Ein þeirra
var hníflótt, en hinar 11 kollóttar. Sex voru rauðar og
rauðskjöldóttar, 5 brandskjöldóttar og 1 kolskjöldótt.
Þessi systrahópur sýndi, að Austri býr vfir mikilli
kynfestu. Kvígurnar eru þroskamiklar, hafa góða yfir-
linu og mikið holrými, þar sem þær eru bæði útlögu-
miklar og boldjúpar. Mjöltun er góð. Meðalbrjóstum-
mál reyndist 170 cm, og fyrir hyggingu hlutu þær 76.3
stig að jafnaði.
Sameiginlegt dætrum Austra virðist vera há mjólk-
urfita, vel yfir 4%. Vitað var um hæstu dagsnyt
8 þeirra að 1. kálfi, og var hún 13.1 kg að meðaltali.
Að 2. kálfi komust 6 kvígurnar í 14.6 lcg og mjólkuðu
1. heila skýrsluárið 2695 kg með 4.20% mjólkurfitu,
cn 11319 fe. Ein dóttir Austra hlaut nú I. verðl., 3 II.
verðl., 5 III. verðl. og 3 engin. Þegar dæturnar höfðu