Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 163
BÚNAÐARRIT
281
verið bornar saman við mæður þeirra varðandi af-
urðir, þótti ekki rétt að veita Austra I. verðl. að sinni,
og lilaut hann II. verðlaun. Sömu viðurkenningu lilutu
sonur hans, Bolli S 151, og sonarsonur hans, Fleltk-
ur S 205.
5. Hæringur S 61 frá Oddgeirshólum. Sýndar voru
10 dætur Hærings í Hraungerðishreppi og 2 í Hvol-
hreppi. Ein þeirra var hníflótt, en 11 kollóttar. Ein var
rauð, 6 hrandskjöldóttar og 5 kolóttar eða kolskjöld-
óttar.
Dætur Hærings hafa nokkuð ójafna yfirlinu, eru
flestar útlögugóðar og holdjúpar í meðallagi. Nokkuð
skortir á góða malabyggingu, en þær hafa fremur stórt
júgur. Ein kýrin var fastmjólk, en gott eða ágætt að
mjólka hinar. Mjólkuræðar voru cnn illa þroskaðar.
Meðalbrjóstummál var 161 cm og fyrir hyggingu hlutu
þær 73.8 stig að jafnaði.
Vitað var um hæstu dagsnyt 10 dætra Hærings að
1. kálfi, og var hún 11.5 kg að meðaltali, en 6 þeirra
mjólkuðu 1. hcila skýrsluárið 2708 kg með 4.59%
mjólkurfitu, en 12430 fe. Árið 1954 mjólkuðu 3 full-
mjólkandi dætur hans að meðaltali 3108 kg mcð 4.54%
mjólkurfitu, en 14097 fe. Ein dóttir hans hlaut I.
verðl., 3 II. verðl. og 3 III. verðl. Þessar lcýr virðast
vera mjólkurlagnar og hafa undantekningarlaust
mjög fitugóða mjólk. Beðið er lengri reynslu af þess-
um dætrum til ákvörðunar um það, hvort Hæringur
sé I. verðlauna vcrður, og hlaut liann nú II. vcrðlaun.
Einn sonur hans, Skjöldur S 124, hlaut sömu viður-
kenningu.
G.Sorti S 64 frá Langholtsparti. Þetta naut, sem er
blendingur af Klufta- og Mýrdalsstofni, var sj'nt í
Gnúpverjahreppi með 25 dætrum sínum, sem þó var
komin mjög stutt reynsla á, og var engin þeirra full-
mjólkandi árið 1954. Sex dætranna voru hyrndar, 3
hníflóttar og 16 kollóttar. Sextán voru bröndóttar og
19