Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 165
BÚNAÐARRIT
283
Á kynbótastöðinni á Lágafelli eru 3 naut í eigu Bún-
aðarsambands Kjalarnesþings, sem notuð hafa verið
allmikið, en stutt reynsla er komin á dætur þeirra, og
voru fáar sýndar. Vitað er um 21 dóttur Austi'a S 10A
frá Bollastöðum, sem komust að jafnaði i 13.4 kg að
1. kálfi, og 4, sem komust í 15.7 kg að 2. kálfi og mjólk-
uðu 1. heila skýrsluárið 2918 kg með 4.04% feitri
rnjólk, en 11801 fe. Tuttugu dætur Mána S 195 frá
Melum komust í 13.2 kg að meðaltali að 1. kálfi og 3
í 16.3 kg að 2. kálfi. Undan Grctti S 108 frá Felli hafa
17 kvígur í Kjalarnesþingi komizt í 11.8 kg að 1. kálfi
og 5 í 13.9 kg að 2. kálfi og mjólkað 1. heila skýrslu-
árið 2728 kg með 3.96% mjólkurfitu, en 10810 fe.
Þegar þetta er skrifað, hafa skýrslur borizt úr Kjalar-
nesþingi fyrir árið 1955. Þar sést, að 7 dætur Kols
S 106 á Vífilsstöðum hafa lcomizt í 13.4 kg að jafn-
aði að 1. káll'i. Þessi boli var keyptur frá Bollastöðum
um sama leyti og Bsb. Ivnþ. keypti sín naut. Hann er
að skyldleilta 87%% Repp.
Þá voru einnig sýndir systrahópar undan ýmsum
nautum, sem lítil rcynsla var komin á árið 1951, þegar
næsta sýning á undan var haldin, en eru nú dauð.
Má þar nefna dætur Frcijs frá Hesti, sem S. N. B. átti
og notaður var á sæðingarstöðinni á Hvanneyri, en
drapst í apríl 1955. Dætur hans eru álitlegar mjólkur-
kýr, og hefði Freyr lilotið I. verðlaun nú, ef honum
hefði enzt aldur til þess að vera sýndur. Árið 1954
voru 11 skráðar dætur hans fullmjólkandi í Borgar-
fjarðarsýslu, og mjólkuðu þær það ár að meðaltali
2973 kg með 3.89% mjólkurfitu, en 11565 fe. Þá
höfðu 27 dætur hans komizt í 13.4 kg að jafnaði að
1. kálfi, en 15 komizt í 19.3 kg að 2. kálfi og mjólk-
að 1. heila skýrsluárið 2993 kg með 3.92% mjólkur-
fitu, en 11733 fe. Sýnir þetta, að þessar systur komast
í mjög háa nyt um burð, sú hæsta í 27 kg að 2. kálfi.
Hins vegar er ársnyt þeirra ákaflega misjöfn eftir bæj-