Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 213
BÚNAÐARRIT
331
Sýningin var nijög vel sótt, en aðeins 7 kýr hlntu
I. verðlaun. Voru 4 þeirra dætur Ás-Rauðs, en þessi
systrahópur er nú stærstur. Árið 1954 mjólkuðu 23
fullmjólkandi dælur hans að meðaltali 3293 kg, með
13612 fe. Á sýningunni 1951 voru flestar dætur hans
ungar, en reynslan sýnir, að hann hefur verið góður
til kynbóta. Af öðrum fullmjólkandi systrahópum
eru helztir þessir: Dætur Varma, en 13 þeirra mjólk-
uðu 1954 3082 kg, með 11008 fe að meðaltali, 12 dæt-
ur Dals, sem mjóllcuðu 2797 kg, með 10821 fe, 8 dætur
Brands VIII, sem mjólkuðu 3464 kg, með 12981 fe og
7 dætur Skjaldar frá Borgareyrum, sem mjólkuðu
3209 kg, með 13321 fe að meðatali. Flestar ungu kýrnar
eru undan yngri naulunum af þeim, sem nú hafa
verið talin upp.
Nautastofn félagsins er þessi: Glæsir S 51 frá Kana-
stöðum, Bjartur S 94 frá Skagnesi, sem nokkrar
skýrslufærðar kvígur eru til undan, og Surtur S 135
undan Ás-Rauð og Gyðju 6 í Stóradal, sem verið hefur
ein afurðamesta kýr landsins undanfarin ár. í Laugar-
dælum er vcrið að ala upp til afkvæmarannsóknar
kvígur undan Rauð S 118, syni Gyðju 6 og Randvers
S 48.
Nf. Austur-Landeijjahrepps. Á sýningunni fengu 8
kýr I. verðlaun. Voru 4 þeirra frá Kanastöðum og 2
frá Hólmi, allar af Kluftastofni. Fjórar I. verðlauna
kýrnar voru undan Hörg frá Hörgsholti, I. verðl.
nauli á sínum tíma, og 2 undan Skugga frá Kluft-
um. Stærsti systrahópurinn í félaginu er undan Dal
frá Stóradal. Árið 1954 mjólkuðu 22 fullmjólkandi
dætur lians að meðaltali 3053 kg, með 11892 fe. Dæt-
ur Hörgs, 13 að tölu, mjólkuðu sama ár 3365 kg,
með 14132 fe. Á sýninguna komu nokkrar fullorðnar,
gæðalegar kýr undan Iíveldúlfi frá Korpúlfsstöðum,
og af yngri systrahópum má nel'na nokkrar dætur
Glæsis frá Skipholti, sem skila miklum ársafurðum,