Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 214
332
BÚNAÐARRIT
og dætur Gyllis frá Kanastöðum, sem mjólka þó
mun minna árið 1954.
Áður hefur verið getið Stefnis S 68 og dætra hans, en
hann hlaut nú I. verðlaun. Önnur naut félagsins nú
eru Hólmur S 121 frá Hólmi og Durgur S 141 frá
Reyni. Á Kanastöðum hafa verið um skeið nokkrar
af nythæstu kúm landsins, á Hólmi eru samstæðar
kýr, og víðar eru álitlegir gripir.
Nf. Vestur-Landeyjahrepps. Hér voru sýndar mjög
margar kýr, þótt afurðaskýrslur séu ekki lialdnar
nema yfir hluta þeirra. I þessu félagi, sem er ungt,
hlutu aðeins 3 kýr I. verðlaun. Voru 2 þeirra dætur
Tíguls, sem notaður var í félaginu fyrir nokkrum ár-
um. Alls voru skýrslufærðar 18 fullmjólkandi dætur
hans 1954, og var meðalnyt þeirra það ár 3237 kg, með
12869 fe. Nautastofn félagsins er góður, og má vænta
þess, að yngri ltýrnar í þeim hluta sveitarinnar, sem
félagsnautin eru notuð í, muni taka mæðrum sínum
fram, svo framarlega sem bætt fóðrun fylgir kynbót-
unum. Félagsnautin eru Kani S 47 frá Kanastöðum,
Flekkur S 96 frá Oddgeirshólum, sem nokkrar bornar
kvígur er til undan, Brandur S 116 frá Skammadal,
sem einnig á orðið álitlegar, bornar kvígur, og Hnífill
S 131 frá Kanastöðum. Auk þess má nefna Börlc S
159, sem að vísu er í einkaeign.
Nf. Fljótshlíðarlirepps. Enda þótt aðstaða til félags-
starfsemi í þessari sveit virðist vera góð, hefur ekki
tekizt að auka svo þátttöku i nautgriparæktarfélag-
inu, að hún geti talizt almenn. Stærsti systrahóp-
urinn er dætur Mána frá Skipholti, sonar Mána frá
Kluftum. Árið 1954 nijólkuðu 26 fullmjólkandi dætur
hans að meðaltali 3672 kg, með 14346 fe. Næststærsti
hópurinn, 23 dætur Hrafnkels Tilraunastöðvarinnar
á Sámsstöðum, mjólkaði á sama ári að meðaltali 3315
kg, með 13802 fe. Þá má nefna tvo systrahópa undan
sonum Mána frá Skipholti, Roða frá Ivirkjulæk og