Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 215
BÚNAÐARRIT
333
Glókolli S 20. Mjólkuðu 16 dætur Roða sarna árið
3644 kg með 13867 fe, og 14 dætur Glókolls 3074 kg
með 11915 fe að meðaltali. Undan Hjálmi S 31 frá Kana-
stöðum, skyldleikaræktuðu nauti af Kluftastofni, eru
til ungar, mjólkurlagnar kýr. Með notkun þessara
nauta.hefur verið ræktaður upp Kluftastofn í Fljóts-
hlíð, og bera kýrnar svip þess.
Naut félagsins eru þessi: Keli S 75 frá Hrafnkels-
stöðum, Hjörtur S 133 frá Teigi og Skafti S 184 af
Mýrdalsstofni.
Kúabö'ið í Hellishólum hefur undanfarin ár verið
með afurðamestu kúabúum landsins. Fengu 4 kýr
þaðan I. verðlaun á sýningunni, og voru 3 þeirra dæt-
ur Reyðar 21. Álitlegasta kýrin á sýningunni var Bú-
kolla 34 í Hellishólum, og hlaut ungur sonur hennar
og Kela S 75, Hólar S 193, II. verðlaun.
Nf. Hvolhrepps. Þetta litla félag virðist ekki hafa
tekið neinni breytingu frá siðustu sýningu 1951. Fé-
lagsstarfsemin er í molum. Sjálft á félagið ekkert
naut, og livorugt þeirra tveggja nauta, sem sýnd voru,
hlaut viðurkenningu.
Nf. Rangárvallahrepps. Á sýningunni nú hlutu 10
kýr I. verðlaun. Voru 4 þeirra frá Oddhóli og 3 frá
Minna-Hofi. Engir stórir systrahópar eru til i þessu
félagi, en eflaust er þar allmikið um góðar kýr, því að
einstakir bændur hafa reynt að bæta stofninn með að-
fengnum nautum. Aðeins eitt félagsnaut var sýnt,
Kani S 115 frá Kanastöðum, enda eru önnur naut í
einkaeign, þar sem erfitt er um félagslega notkun
þeirra vegna legu byggðarinnar. önnur naut, sem
viðurkenningu hlutu, voru Skafti S 156, Skafti S 179,
Máni III S 188 og Skarðabætir S 202.
Nf. Landnmnnahrepps og Nf. Árvakur. Þessi félög,
sem bæði starfa í Landmannahreppi eru ung og því
ekki enn um kynbótaárangur að ræða. Þó má telja,
að meðferð liafi batnað, síðan farið var að sinna naut-