Búnaðarrit - 01.06.1956, Page 218
336
BÚNAÐARRIT
a8 blanda kúastofninn með mýrdælslca stofninum,
og eru flest félagsnautin nú af þeim stofni. Allmargar
ungar kýr cru til í félaginu undan Bíld S 5. Félags-
nautin eru nú þessi auk Hærings S 103, sem áður er
nefndur: Brandur S 80 undan Leiru 1, heiðursverð-
launa kúnni í Skammadal, Pétur S 134 frá Pétursey
Skjöldur S 155 frá Nýjabæ, Klaufi S 157 frá Hábæ, Hupp-
ur S 162 frá Hrafnkelsstöðum, óðinn S 167 frá Hávarð-
arkoti og Hrani S 189 frá Áshól. Þrjú þessara nauta eru
synir Bílds S 5, og fleiri eru skyld lionum. Félagið er
langstærsta og öflugasla félagið í Nautgriparæktar-
sambandi Rangárvalla- og V.-Skaftafellssýslu, cn í þvi
sambandi eru auk þess öll félögin, sem að framan
hefur verið ritað um í þessum kafla. Þátttaka í fé-
laginu er almcnn og allgóð.
Nf. Villingalioltslirepps. Hér liafa verið notuð álit-
leg naut undanfarin ár. Þó virðast þau ekki hafa verið
þess megnug að lyfta kúastofninum til meiri vegs,
og eru ef til vill einhverjir aðrir þættir, sem valda
því, að meðalnytin í hreppnum er lág. Má þó segja,
að um nokkra framför sé að ræða í félaginu. Þó vantar
mikið á, að félagsstarfið geti talizt öflugt. Hlutu að-
eins 3 kýr I. verðlaun á sýningunni.
Engir stórir systrahópar eru til í félaginu. Flestar
fullmjólkandi og skýrslufærðar systur í félaginu árið
1954 voru 12 dætur Hupps frá Vorsabæjarhjáleigu,
sem mjólkuðu 2945 kg, með 11722 fe að meðaltali sama
ár. Dætur Sels S 15 frá Syðri-Seli, alls 11, mjólkuðu
sama ár að meðaltali 2727 kg, með 10617 fe. Áður hefur
verið minnzt á Kol S 71 og dætur lians, en önnur naut
félagsins eru Ketill S 128 frá Ketilsstöðum, Laufi S
153 frá Laugardælum og Muggur S 203 frá Arnarhóli.
Af nautum í einkaeign má nefna Hvíting S 112, sem
hlaut einnig II. verðlaun.
Nf. Gaulverjabæjarhrcpps. Þetta nautgriparæktar-
félag er stórt, þátttaka í því almenn og félagið vel